Vika símenntunar 3.-9. september

Vika símenntunar, er haldin á vegum menntamálaráðuneytisins dagana 3.-9. september, og sér MENNT um skipulagningu og framkvæmd vikunnar í  samvinnu við símenntunarmiðstöðvar víða um land. Þema Viku símenntunar að þessu sinni er Ísland og umheimurinn - tungumál og tölvukunnátta.  Markhópur hennar eru allir þeir sem vilja bæta við sig þekkingu í tungumálum og tölvukunnáttu hvort sem hún á að nýtast í atvinnulífinu, tómstundum, á ferðalögum eða í samskiptum almennt. Auk þess er lögð áhersla á almenna hvatningu og kynningu á mikilvægi símenntunar. 

Málþing á Hótel Loftleiðum  5. september 2001
Einn liður í  Viku símenntunar er málþing sem ber yfirskriftina "Ísland og umheimurinn - tungumál og tölvukunnátta"  Hver er framtíðin - hvert stefnir?
Meðal fyrirlesara verða, auk Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra: Páll Kr. Pálsson forstjóri 3p Fjárhús, Eyþór Eðvarðsson IMG, Guðrún Magnúsdóttir forstjóri ESTeam AB, Arthúr Björgvin Bollason Sögusetrinu á Hvolsvelli og Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri.

Frekari upplýsingar um Símenntunardaginn 6. september, fræðsluhátíð í Kringlunni 8. september og margt fleira er að finna á vefsíðu Viku Símenntunar.