Efnahagsmál - 

15. október 2008

Viðurlögum vegna vanskila staðgreiðslu frestað

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Viðurlögum vegna vanskila staðgreiðslu frestað

Fjármálaráðherra að höfðu samráði við forsætisráðherra hefur ákveðið að beiting viðurlaga vegna vanskila á staðgreiðslu verði frestað um viku.

Fjármálaráðherra að höfðu samráði við forsætisráðherra hefur ákveðið að beiting viðurlaga vegna vanskila á staðgreiðslu verði frestað um viku.

Fréttatilkynning fjármálaráðuneytisins frá í dag, 15. október, fylgir hér að neðan:

Samkvæmt 20. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, er 15. október eindagi staðgreiðslu launamanna, útsvars launamanna, álagðra skatta launamanna og tryggingagjalds launagreiðenda og skila á skilagrein vegna september mánaðar.

Í 3. mgr. 20. gr. laganna kemur fram að hafi launagreiðandi eigi staðið skil á staðgreiðslu á eindaga skuli hann sæta álagi skv. 28. gr. laganna. Í 6. mgr. 28. gr. laganna kemur fram að fella megi niður álag ef launagreiðandi færir gildar ástæður sér til afsökunar og metur skattstjóri það í hverju einstöku tilviki hvað telja skuli gildar ástæður í þessu sambandi.

Vegna þeirra truflana sem orðið hafa á bankastarfsemi hér á landi og áhrifa þess á atvinnulífið telur ráðuneytið að gildar ástæður séu til að beita þeirri heimild sem fram kemur í 6. mgr. 28. gr. laga nr. 45/1987, til tímabundinnar niðurfellingar álags vegna skila á staðgreiðslu fyrir september.

Hefur ráðuneytið í dag beint þeim tilmælum til skattstjóra og tollstjórans í Reykjavík að fellt verði tímabundið niður álag vegna þeirra skila á staðgreiðslu sem á eindaga eru í dag og gildi sú niðurfelling í eina viku eða til 22. október nk.

Samtök atvinnulífsins