Samkeppnishæfni - 

02. maí 2002

Viðurlagaákvæði samkeppnislaga ströngust hérlendis

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Viðurlagaákvæði samkeppnislaga ströngust hérlendis

Samkvæmt 52. gr. samkeppnislaga leggur samkeppnisráð stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brjóta gegn bannákvæðum samkeppnislaga nema brot teljist óverulegt eða af öðrum ástæðum sé ekki talin þörf á slíkum sektum til að stuðla að eða efla virka samkeppni. Ákvæði 52. gr. var breytt í núverandi mynd með lögum nr. 107/2000. Breytingin fól í sér að í stað orðanna getur lagt kom leggur stjórnvaldssektir á fyrirtæki. Breyting þessi var rökstudd með því að með þessari breytingu væri stuðlað að því að sektarákvarðanir hér á landi yrðu í samræmi við það sem tíðkast erlendis.

Samkvæmt 52. gr. samkeppnislaga leggur samkeppnisráð stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brjóta gegn bannákvæðum samkeppnislaga nema brot teljist óverulegt eða af öðrum ástæðum sé ekki talin þörf á slíkum sektum til að stuðla að eða efla virka samkeppni. Ákvæði 52. gr. var breytt í núverandi mynd með lögum nr. 107/2000.  Breytingin fól í sér að í stað orðanna getur lagt  kom leggur stjórnvaldssektir á fyrirtæki. Breyting þessi var rökstudd með því að með þessari breytingu væri stuðlað að því að sektarákvarðanir hér á landi yrðu í samræmi við það sem tíðkast erlendis.

Strangara en í Evrópurétti og nágrannalöndum
Helsti munur á viðurlagaákvæðum íslenskra samkeppnislaga og Evrópuréttar og löggjafar á hinum Norðurlöndunum er hins vegar sá að samkvæmt íslenskum lögum skal leggja á sektir ef bannákvæði laganna hafa verið brotin, á meðan löggjöf flestra nágrannalanda kveður á um heimild til að leggja á sektir.

Í nýrri skýrslu leggja Samtök atvinnulífsins til að ákvæði 52. greinar samkeppnislaganna verði breytt til fyrra horfs, enda verður ekki séð að Evrópuréttur né löggjöf nágrannaríkjanna hafi kallað á þær breytingar sem gerðar voru á umræddri grein árið 2000.

Álagning stjórnvaldssekta
Einnig er í skýrslunni vakin athygli  á því að samkeppnisyfirvöld á öðrum Norðurlöndum hafa ekki sjálfstæðar heimildir til ákvörðunar sekta. Í Danmörku höfðar saksóknari mál sem sætir meðferð opinberra mála til álagningar sekta, svipað virðist gilda í Noregi og í Svíþjóð höfða samkeppnisyfirvöld slík mál. Í Finnlandi hefur nýi markaðsdómstóllinn tekið við  hlutverki samkeppnisráðs sem áður lagði á stjórnvaldssektir. Með þessu móti er réttaröryggi fyrirtækja og lögaðila betur tryggt og ríkari kröfur gerðar til málsmeðferðarinnar allrar en hér á landi.

Skýrsla samkeppnislagahóps Samtaka atvinnulífsins og tillögur til úrbóta verða kynnt á aðalfundi samtakanna þriðjudaginn 7. maí.

Samtök atvinnulífsins