Efnahagsmál - 

21. október 2008

Viðspyrna kemur með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Viðspyrna kemur með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Rekstrarskilyrði fyrirtækja eru erfið nú um stundir en Þór Sigfússon, formaður SA, telur aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) geta skipt sköpum. "Fjármálakerfi á Íslandi er ekki komið í lag og þess vegna eru mörg fyrirtæki í miklum skammtímavanda þessa dagana. Í raun er enn óljóst hversu djúpstæður vandinn er. Mörg fyrirtæki hafa nánast verið óstarfhæf vegna vandamála með gjaldeyrisviðskipti að undanförnu. Ég held að þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er byrjaður að aðstoða okkur þá muni þjóðfélagið allt fá viðspyrnu sem mun skipta sköpum við að ná upp enn kröftugra atvinnulífi í landinu."

Rekstrarskilyrði fyrirtækja eru erfið nú um stundir en Þór Sigfússon, formaður SA, telur aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) geta skipt sköpum. "Fjármálakerfi á Íslandi er ekki komið í lag og þess vegna eru mörg fyrirtæki í miklum skammtímavanda þessa dagana. Í raun er enn óljóst hversu djúpstæður vandinn er. Mörg fyrirtæki hafa nánast verið óstarfhæf vegna vandamála með gjaldeyrisviðskipti að undanförnu. Ég held að þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er byrjaður að aðstoða okkur þá muni þjóðfélagið allt fá viðspyrnu sem mun skipta sköpum við að ná upp enn kröftugra atvinnulífi í landinu."

Þetta kemur fram á mbl.is en rætt var við Þór vegna nýrrar könnunar SA á atvinnuhorfum.

Sjá nánar:

Niðurstöður könnunar SA

Samtök atvinnulífsins