Efnahagsmál - 

16. júlí 2001

Viðskiptahindranir á innri markaðnum?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Viðskiptahindranir á innri markaðnum?

Á vegum framkvæmdastjórnar ESB er nú unnið að úttekt á þeim hindrunum sem enn fyrirfinnast í viðskiptum með vörur á innri markaðnum. Fyrirtæki sem upplifa slíkar hindranir eru beðin að fylla út rafrænt spurningaeyðublað um málið.

Á vegum framkvæmdastjórnar ESB er nú unnið að úttekt á þeim hindrunum sem enn fyrirfinnast í viðskiptum með vörur á innri markaðnum. Fyrirtæki sem upplifa slíkar hindranir eru beðin að fylla út rafrænt spurningaeyðublað um málið.

Á innan við áratug hefur innri markaður ESB haft mikil áhrif til aukins hagvaxtar og hagræðingar í Evrópu, en Ísland er hluti innri markaðarins í krafti EES-samningsins. Með auknum hraða og aukinni samtvinnun hagkerfanna verður þörfin fyrir sveigjanlegt reglugerðarumhverfi sífellt meira aðkallandi. Á vegum framkvæmdastjórnar ESB er nú unnið að úttekt á þeim hindrunum sem enn fyrirfinnast í viðskiptum með vörur á innri markaðnum, einkum í formi skriffinsku. Fyrirtæki sem upplifa slíkar hindranir eða sjá möguleika á þeim eru vinsamlegast beðin að fylla út rafrænt spurningaeyðublað. Fyrir árslok 2001 hyggst framkvæmdastjórnin svo kynna niðurstöður úttektarinnar, í tengslum við átaksverkefni sem miða mun að því að efla sveigjanleika reglugerðarumhverfisins. Spurningaeyðublaðið er að finna á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB.

Samtök atvinnulífsins