Efnahagsmál - 

01. október 2008

Viðræður SA í Brussel: Óvænt staða á fjármálamörkuðum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Viðræður SA í Brussel: Óvænt staða á fjármálamörkuðum

Forysta SA hélt áfram viðræðum í Brussel í dag við sérfræðinga ESB og forystu evrópsks atvinnulífs. Fram kom að hvorki stjórnmálamenn né stjórnendur evrópskra fyrirtækja hafi verið viðbúnir þeirri stöðu sem nú er uppi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Í byrjun september hafi til að mynda verið birtar hagtölur frá Þýskalandi sem sýndu ágætan gang í þýsku efnahagslífi.

Forysta SA hélt áfram viðræðum í Brussel í dag við sérfræðinga ESB og forystu evrópsks atvinnulífs. Fram kom að hvorki stjórnmálamenn né stjórnendur evrópskra fyrirtækja hafi verið viðbúnir þeirri stöðu sem nú er uppi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Í byrjun september hafi til  að mynda verið birtar hagtölur frá Þýskalandi sem sýndu ágætan gang í þýsku efnahagslífi.

Forystumenn evrópsks atvinnulífs eru ánægðir með skjót viðbrögð ríkja innan Evrópu sem ætlað er að bregðast við vanda einstakra fjármálafyrirtækja. Þrátt fyrir það munu fulltrúar atvinnulífsins í Evrópu leggja á það ríka áherslu að haldið verði áfram og fundnar leiðir til að styrkja fjármálakerfi  Evrópu. Til að mynda sé mikilvægt að finna lausnir á vanda fjármálafyrirtækja sem starfi í mörgum ríkjum - tryggja verði evrópsku atvinnulífi greiðan aðgang að fjármagni.

Samtök atvinnulífsins