Efnahagsmál - 

01. apríl 2011

Viðræður halda áfram í dag

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Viðræður halda áfram í dag

Aðilar vinnumarkaðarins munu hittast í dag til að meta stöðuna í kjaraviðræðunum, en ríkisstjórnin kynnti í gær drög að yfirlýsingu í tengslum við viðræðurnar til að liðka fyrir gerð kjarasamninga til þriggja ára. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, segir drögin ágætis byrjun og undir það tekur Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri samtakanna, sem segir drögin mikilvægan fyrsta áfanga. SA hafa bent á að skýra þurfi m.a. umfjöllun um stórar fjárfestingar og að ná sanngjarnri sátt um málefni sjávarútvegsins. Ekki sé hægt að skilja þá grein eftir þegar rætt er um almenna stefnumörkun og sókn í atvinnumálum. Þá sé ríkisstjórnin að leggja af stað í ferðalag með þrjú hjól undir bílnum.

Aðilar vinnumarkaðarins munu hittast í dag til að meta stöðuna í kjaraviðræðunum, en ríkisstjórnin kynnti í gær drög að yfirlýsingu í tengslum við viðræðurnar til að liðka fyrir gerð kjarasamninga til þriggja ára. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, segir drögin ágætis byrjun og undir það tekur Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri samtakanna, sem segir drögin mikilvægan fyrsta áfanga. SA hafa bent á að skýra þurfi m.a. umfjöllun um stórar fjárfestingar og að ná sanngjarnri sátt um málefni sjávarútvegsins. Ekki sé hægt að skilja þá grein eftir þegar rætt er um almenna stefnumörkun og sókn í atvinnumálum. Þá sé ríkisstjórnin að leggja af stað í ferðalag með þrjú hjól undir bílnum.

Samtök atvinnulífsins vilja miðla málum í sjávarútvegsmálunum og kanna hvort ekki sé unnt að ná þeirri sátt sem nauðsynleg er fyrir atvinnugreinina og þjóðina. SA munu ræða við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lausn málsins sem fyrst.

Samtök atvinnulífsins