Fréttir - 

10. Febrúar 2020

Viðbrögð fyrirtækja vegna kórónaveiru

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Viðbrögð fyrirtækja vegna kórónaveiru

Að ósk sóttvarnarlæknis hafa Samtök atvinnulífsins fundað með honum vegna óvissustigs sem lýst hefur verið yfir vegna faraldurs kórónaveiru. Samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna hafa SA hlutverki að gegna þegar heimsfaldrar verða. Það felst aðallega í að miðla upplýsingum til fyrirtækja.

Að ósk sóttvarnarlæknis hafa Samtök atvinnulífsins fundað með honum vegna óvissustigs sem lýst hefur verið yfir vegna faraldurs kórónaveiru. Samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna hafa SA hlutverki að gegna þegar heimsfaldrar verða. Það felst aðallega í að miðla upplýsingum til fyrirtækja.

Ljóst er að bæði fyrirbyggjandi ráðstafanir eins og sóttkvíar, sem þegar hefur verið gripið til, og möguleg útbreiðsla veirunnar hér á landi getur leitt til fjarvista starfsfólks frá vinnu. SA eru boðin og búin til að vinna með yfirvöldum í aðgerðum þeirra. Þau hvetja fyrirtæki til að gera það einnig og sýna starfsmönnum skilning sem þurfa hugsanlega að vera fjarri vinnu vegna sóttkvíar.

Sóttvarnarlæknir hefur ákveðið að fólk sem hefur verið í Kína eða umgengist sjúklinga með kórónaveirusýkingu þurfi að setja í sóttkví heima hjá sér. Sóttkví er viðhöfð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki veikur.

Við hvetjum fyrirtæki til að kynna upplýsingavef Landlæknis um kórónaveiruna þar sem m.a. má finna sérstakar upplýsingar fyrir atvinnulífið, m.a. leiðbeiningar til framlínu starfsmanna á íslensku, ensku, pólsku og spænsku.

Hægt er að nálgast upplýsingar um veikindarétt starfsmanna á vinnumarkaðsvef SA.

Sjá nánar:

Upplýsingavefur Landlæknis

Upplýsingar um veikindarétt á vinnumarkaðsvef SA

Samtök atvinnulífsins