Viðauki við virkjunarsamning vegna Austurlands

Í dag var undirritaður samningur milli Samtaka atvinnulífsins vegna aðildarfyrirtækja annars vegar og Alþýðusambands Íslands, Starfsgreinasambands Íslands, Samiðnar og Rafiðnaðarsambands Íslands hins vegar, um viðauka við kjarasamning um virkjunarframkvæmdir á vegum Landsvirkjunar. Viðaukinn er vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda á Austurlandi og grundvallast á bókun við virkjunarsamning frá því í maí árið 2000.

Viðaukinn fjallar um vinnutilhögun og ferðir til og frá virkjunarsvæðum. Í honum felst sveigjanleiki við skipulagningu á vinnulotum sem geta staðið í allt að 11 daga samfellt. Með samkomulagi við starfsmenn geta úthöld staðið í allt að 28 daga, enda fylgi lengri samfelld frí í kjölfarið slíkra vinnutarna.

Sjá viðaukann (pdf-skjal)