Efnahagsmál - 

21. desember 2001

Víða samdráttur framundan

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Víða samdráttur framundan

Vinnumálastofnun hefur birt skýrslu um stöðu og horfur á vinnumarkaði í desember 2001. Annars vegar er þar um að ræða niðurstöður könnunar meðal fyrirtækja í fimm atvinnugreinum á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar ýmsar tölfræðiupplýsingar um stöðuna á vinnumarkaðnum og horfur næstu mánuði.

Vinnumálastofnun hefur birt skýrslu um stöðu og horfur á vinnumarkaði í desember 2001. Annars vegar er  þar um að ræða niðurstöður könnunar meðal fyrirtækja í fimm
atvinnugreinum á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar ýmsar tölfræðiupplýsingar um stöðuna á vinnumarkaðnum og horfur næstu mánuði.

Meginniðurstaða könnunarinnar er að vænta megi umtalsverðs samdráttar í byggingariðnaði þegar kemur fram á veturinn. Einnig má skv. skýrslunni búast við nokkrum samdrætti í iðnaði og verslun en stöðugleika er að vænta hjá fyrirtækjum í fjármálaþjónustu. Lítilsháttar vaxtar er hins vegar að vænta í þjónustustarfsemi, svo sem tölvu-, ráðgjafar- og bókhaldsþjónustu og starfsemi auglýsingastofa, að því er fram kemur í skýrslunni.

Aukið atvinnuleysi
Þá segir í skýrslunni að í ljósi minnkandi eftirspurnar á vinnumarkaði megi gera ráð fyrir að atvinnuleysi aukist umfram hefðbundna árstíðarsveiflu í vetur og geti orðið milli 2 og 3% yfir vetrarmánuðina. Jafnframt hefur mjög dregið úr veitingu nýrra atvinnuleyfa á síðustu mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra.

Sjá skýrsluna á heimasíðu Vinnumálastofnunar (pdf-skjal).

Samtök atvinnulífsins