Víða má hagræða í opinberu eftirliti

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kynnti nýja skýrslu samtakanna á aðalfundi þeirra, Eftirlit með atvinnustarfsemi - tillögur til úrbóta. Í skýrslunni er fjallað með almennum hætti um fyrirkomulag slíks eftirlits og sett fram almenn viðmið og tillögur til úrbóta þar að lútandi. Áherslan er lögð á að sýna hvernig þessi almennu viðmið geta átt við um einstakar atvinnugreinar og það eftirlit sem viðhaft er með þeim. Fjallað er um eftirlit með starfsemi rafverktaka, byggingarverktaka, veitingahúsa, bensínstöðva, fjármála-fyrirtækja og fiskeldisfyrirtækja, og um skipaskoðun og matvælaeftirlit. Jafnframt eru dæmi tekin úr öðrum áttum um skynsamlegt fyrirkomulag eftirlits, óþarft eftirlit og um íþyngjandi reglubyrði fyrir atvinnulífið.

Mikilvægt að gæta hófs við reglusetningu

Ari sagði í erindi sínu að opinberar leikreglur væru forsenda heilbrigðs markaðssamfélags og að sátt ríkti um það. Mikilvægt væri hins vegar að gæta hófs við setningu reglna og ákvörðun eftirlits, og að halda kostnaði og umstangi vegna eftirlitsins í lágmarki. Með öðrum orðum þá væri mikilvægt að stjórnvöld færu eftir lögum um opinberar eftirlitsreglur og létu t.d. alltaf fara fram kostnaðarmat áður en settar væru á nýjar eftirlitsreglur. Hann lagði áherslu á að eigið innra eftirlit fyrirtækja og gæðakerfi fælu oft í sér bestu lausnina.

Tillögur til úrbóta

Ari sagði helst kvartað undan fjölda sem fyrirtæki þyrftu jafnvel að sækja til sömu aðila (gjarnan fimm leyfi fyrir veitingahús), ósamræmdu eftirliti vegna þeirra, ósamræmi í framkvæmd milli eftirlitsumdæma, gjaldtöku umfram veitta þjónustu og skorti á umbun fyrir virkt innra eftirlit.

Ef utanaðkomandi eftirlit er talið nauðsynlegt sagði Ari nauðsynlegt að gæta að:

  - sameiningu leyfisveitinga

  - lágmörkun kostnaðar

  - samræmi í framkvæmd

  - forðast tvíverknað, sameina eftirlit

  - umbun fyrir virkt innra eftirlit

  - flytja framkvæmd út á markaðinn

  - þjónustugjöld séu eingöngu fyrir

  - veitta þjónustu

Víða svigrúm til hagræðingar

Ari sagði víða vera svigrúm til hagræðingar á þessu sviði. Þannig mætti sameina eftirlit, samræma framkvæmd, sameina leyfisveitingar, auka umbun fyrir virkt innra eftirlit fyrirtækja og lækka kostnað. Hann sagði það von Samtaka atvinnulífsins að skýrslan myndi nýtast slíka hagræðingu.

Sjá glærur Ara Edwald.

Sjá skýrslu SA: Eftirlit með atvinnustarfsemi - tillögur til úrbóta (pdf-skjal).