Efnahagsmál - 

31. Janúar 2008

Við segjum já

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Við segjum já

Framundan er tími aðalfunda og stjórnarkjörs og af því tilefni var í dag birtur í fjölmiðlum listi yfir rúmlega 100 konur sem eru reiðubúnar að setjast í stjórnir fyrirtækja. Konur skipa innan við 10% stjórnarsæta í stærstu fyrirtækjum landsins og því ljóst að þar hallar verulega á konur. Samtök atvinnulífsins telja að fjölga þurfi konum í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu og hafa bent á að hlutur þeirra hafi ekki aukist þrátt fyrir aukna menntun og umræðu. Það sé mikilvægt hagsmunamál atvinnulífsins að konur og karlar eigi í reynd jafna möguleika til starfa, starfsþróunar og launa. Samtök atvinnulífsins eru meðal þeirra sem standa að birtingu listans.

Framundan er tími aðalfunda og stjórnarkjörs og af því tilefni var í dag birtur í fjölmiðlum listi yfir rúmlega 100 konur sem eru reiðubúnar að setjast í stjórnir fyrirtækja. Konur skipa innan  við 10% stjórnarsæta í stærstu fyrirtækjum landsins og því ljóst að þar hallar verulega á konur. Samtök atvinnulífsins telja að fjölga þurfi konum í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu og hafa bent á að hlutur þeirra hafi ekki aukist þrátt fyrir aukna menntun og umræðu. Það sé mikilvægt hagsmunamál atvinnulífsins að konur og karlar eigi í reynd jafna möguleika til starfa, starfsþróunar og launa. Samtök atvinnulífsins eru meðal þeirra sem standa að birtingu listans.

Í auglýsingu þar sem nöfn kvennanna eru birt segir að hvorki fyrirtæki né samfélagið hafi efni á óbreyttri stöðu. Oft heyrist að erfitt sé að finna konur til að taka sæti í stjórnum en listanum er ætlað að auðvelda leitina. Hann sé þó engan veginn tæmandi, konur með víðtæka reynslu og þekkingu séu miklu, miklu fleiri.

Sjá nánar:

Listi yfir stjórnarkonur - auglýsing (PDF)

Áherslur SA í jafnréttismálum

http://www.leidtogaaudur.is/

http://www.fka.is/

Samtök atvinnulífsins