Efnahagsmál - 

20. apríl 2008

Við óbreytt ástand er ekki unnt að una

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Við óbreytt ástand er ekki unnt að una

Að fenginni reynslu af flotgengisstefnu Seðlabankans og í ljósi þeirrar stöðu, sem nú blasir við íslensku atvinnulífi, er nauðsynlegt að grípa til samhæfðra aðgerða bæði á sviði peningamála og ríkisfjármála. Þetta sagði Ingimundur Sigurpálsson, fáfarandi formaður Samtaka atvinnulífsins, m.a. í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í Hafnarhúsinu. Ennfremur sagði Ingimundur: "Því vil ég nota þetta tækifæri til þess að beina því til forsætisráðherra, hvort ekki sé nú tilefni til þess að ríkisstjórnin gefi út yfirlýsingu með skýrum og afgerandi hætti þess efnis, að unnið verði að því að uppfylla viðurkennd skilyrði um stöðugt verðlag, jafnvægi í ríkisfjármálum, stöðugleika í gengisskráningu og samhæfingu langtímavaxta, sem sett eru fyrir aðild að myntbandalagi Evrópu. Með samningi við Seðlabankann verði hafinn undirbúningur að nauðsynlegum aðgerðum til þess að ná niður verðbólgu, lækka stýrivexti og tryggja aðhald í opinberum rekstri, þannig að settum markmiðum verði náð."

Að fenginni reynslu af flotgengisstefnu Seðlabankans og í ljósi þeirrar stöðu, sem nú blasir við íslensku atvinnulífi, er nauðsynlegt að grípa til samhæfðra aðgerða bæði á sviði peningamála og ríkisfjármála. Þetta sagði Ingimundur Sigurpálsson, fáfarandi formaður Samtaka atvinnulífsins, m.a. í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í Hafnarhúsinu. Ennfremur sagði Ingimundur: "Því vil ég nota þetta tækifæri til þess að beina því til forsætisráðherra, hvort ekki sé nú tilefni til þess að ríkisstjórnin gefi út yfirlýsingu með skýrum og afgerandi hætti þess efnis, að unnið verði að því að uppfylla viðurkennd skilyrði um stöðugt verðlag, jafnvægi í ríkisfjármálum, stöðugleika í gengisskráningu og samhæfingu langtímavaxta, sem sett eru fyrir aðild að myntbandalagi Evrópu. Með samningi við Seðlabankann verði hafinn undirbúningur að nauðsynlegum aðgerðum til þess að ná niður verðbólgu, lækka stýrivexti og tryggja aðhald í opinberum rekstri, þannig að settum markmiðum verði náð."    

Ingimundur Sigurpálsson flytur ávarp á aðalfundi SA 

Ingimundur sagði jafnframt brýnt að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans og gera honum kleift að tryggja íslenskum fjármálastofnunum aðgang að lausafé og lánsfé á eðlilegum kjörum, svo koma megi í veg fyrir stöðvun nýrra fjárfestinga, sem byggja á fjármögnun íslenskra banka.  "Að öðrum kosti er hætt við því, að framfarir stöðvist í íslensku atvinnulífi um langa hríð og þungi fjárfestinga í landinu verði einungis á vegum hins opinbera eða þeirra aðila, sem aflað geta lánsfjár án atbeina innlendra fjármálafyrirtækja.  Íslensku atvinnulífi er nauðsynlegt, að gripið verði til aðgerða sem allra fyrst.  Dragist það úr hófi, mun það ef að líkum lætur brjótast undan oki hárra vaxta og stöðugra gengissveiflna með þeim aðferðum, sem tiltækar eru. Sú hætta blasir við, að íslensk fyrirtæki, sem að stórum hluta starfa á erlendum mörkuðum, muni sjá hag sínum betur borgið með því að flytja starfsemi sína til annarra landa, þar sem stöðugleiki er meiri og rekstrarumhverfi hagfelldara. Við óbreytt ástand er ekki unnt að una og er því nauðsynlegt að fara yfir allar hugmyndir um umbætur á núverandi aðstæðum."

Aðalfundur SA í Hafnarhúsinu 18. apríl 2008

Sjá nánar:

Ræða Ingimundar Sigurpálssonar í heild sinni

Samtök atvinnulífsins