Efnahagsmál - 

25. September 2006

Verslunin tapar þremur milljörðum á ári vegna þjófnaða

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Verslunin tapar þremur milljörðum á ári vegna þjófnaða

Verslanir á Íslandi tapa yfir 3.000 milljónum króna á ári vegna þjófnaða starfsmanna og viðskiptavina, að því er fram kemur í fréttabréfi SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu, en vegna þjófnaða þurfa verslunareigendur að hækka vöruverð til að mæta kostnaði sem hlýst af þeim. Þá kemur fram að áhrif þjófnaða á neysluvísitölu hækkar vísitölutryggð lán um u.þ.þ 150 milljónir á ári. Það sé því ekki aðeins verslunin sem tapar á þjófnuðum, heldur þjóðfélagið allt. Sjá nánar á vef SVÞ.

Verslanir á Íslandi tapa yfir 3.000 milljónum króna á ári vegna þjófnaða starfsmanna og viðskiptavina, að því er fram kemur í fréttabréfi SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu, en vegna þjófnaða þurfa verslunareigendur að hækka vöruverð til að mæta kostnaði sem hlýst af þeim. Þá kemur fram að áhrif þjófnaða á neysluvísitölu hækkar vísitölutryggð lán um u.þ.þ 150 milljónir á ári. Það sé því ekki aðeins verslunin sem tapar á þjófnuðum, heldur þjóðfélagið allt. Sjá nánar á vef SVÞ.

Samtök atvinnulífsins