Vinnumarkaður - 

18. desember 2003

Verslunarmenn leggja fram kröfugerð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Verslunarmenn leggja fram kröfugerð

Landssamband íslenskra verzlunarmanna (LÍV) og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (VR) hafa kynnt Samtökum atvinnulífsins kröfugerð verslunarmanna við gerð nýs kjarasamnings. Í kröfugerðinni kemur m.a. fram að félögin leggja áherslu á að tryggja áfram þann stöðugleika sem skapast hefur og að verðbólgu verði haldið í skefjum. Áhersla verði lögð á hækkun lægstu launa með sérstakri hækkun launataxta en launakröfur verða nánar skilgreindar í janúar 2004.

Landssamband íslenskra verzlunarmanna (LÍV) og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (VR) hafa kynnt Samtökum atvinnulífsins kröfugerð verslunarmanna við gerð nýs kjarasamnings. Í kröfugerðinni kemur m.a. fram að félögin leggja áherslu á að tryggja áfram þann stöðugleika sem skapast hefur og að verðbólgu verði haldið í skefjum. Áhersla verði lögð á hækkun lægstu launa með sérstakri hækkun launataxta en launakröfur verða nánar skilgreindar í janúar 2004.

Samkvæmt kröfugerðinni verði launþegum hins vegar gefið valfrelsi um það með hvaða fyrirkomulagi þeir nýti umsamda launahækkun. Hver einstakur starfsmaður geti árlega valið hvort umsamin launahækkun komi öll til útborgunar sem laun eða fari að hluta í aukið orlof eða viðbótar séreignarlífeyrissparnað. Þá vilja verslunarmenn m.a. að lífeyrisréttindi starfsmanna verði tekin til endurskoðunar með það að markmiði að samræma þau lífeyrisréttindum í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

Sjá kröfugerð LÍV og VR á vef VR.

Samtök atvinnulífsins