Verkföllum frestað

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) hefur tilkynnt Samtökum atvinnulífsins að fyrirhuguðum verkföllum SGS hafi verið frestað til að gefa svigrúm til samningaviðræðna næstu tvær vikur. Jafnframt hefur Stéttarfélag Vesturlands frestað  verkföllum á sínu svæði.  Þetta eru jákvæðar fréttir en nú gefst samningsaðilum tækifæri til að finna lausn í þeim erfiðu og flóknu kjaraviðræðum sem nú standa yfir með sameiginlega hagsmuni  launafólks og fyrirtækja að leiðarljósi.

Samtök atvinnulífsins stefna að því sem fyrr að gera kaupmáttarsamninga sem raska ekki jafnvæginu í efnahagslífinu, skila fólki raunverulegum kjarabótum og tryggja fyrirtækjum lífvænleg rekstrarskilyrði.

SGS frestar verkfallsaðgerðum sem hér segir:

  • Verkföll sem áttu að koma til framkvæmdar 19. og 20. maí er frestað til 28. og 29. maí.
  • Ótímabundnu verkfalli sem átti að koma til framkvæmda 26. maí er frestað til 6. júní.

Stéttarfélag Vesturlands  frestar verkfallsaðgerðum sem hér segir:

  • Verkföllum 19. og 20. maí er frestað. Þau koma til framkvæmda hafi samningar ekki náðst fyrir nefndar dagsetningar: Allsherjar vinnustöðvun 2. og 3. júní 2015 frá miðnætti til miðnættis (48 tímar).
  • Ótímabundin allsherjar vinnustöðvun sem hefjast átti 26. maí er frestað til 6. júní 2015.