Vinnumarkaður - 

27. mars 2019

Verkföllum aflýst

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Verkföllum aflýst

Samkomulag hefur náðst um að boðuðum verkföllum VR og Eflingar sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. Þetta er niðurstaða samningafundar sem hófst hjá ríkissáttasemjara kl. 14 í dag en verkföllin beindust að hótelum og hóbifreiðafyrirtækjum og áttu að standa í tvo sólarhringa.

Samkomulag hefur náðst um að boðuðum verkföllum VR og Eflingar sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. Þetta er niðurstaða samningafundar sem hófst hjá ríkissáttasemjara kl. 14 í dag en verkföllin beindust að hótelum og hóbifreiðafyrirtækjum og áttu að standa í tvo sólarhringa.

Næsti samningafundur hefur verið boðaður á morgun og verkefni næstu daga er að ganga frá kjarasamningum.

„Við teljum að það hafi myndast góður umræðugrundvöllur að því að gera kjarasamning,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við mbl.is.

 „Nú munum við halda áfram að þroska þær hugmyndir sem fram hafa komið og geta orðið grundvöllur kjarasamninga. Mest er um vert að það takist vel til, að byggja áfram undir þann lífskjarabata sem náðst hefur á undanförnum árum.“

„Það er óvissa í hagkerfinu, við sjáum það bæði á væntingum heimila og stjórnenda fyrirtækja auk þess sem útflutningsatvinnuvegirnir hafa orðið fyrir talsverðum skakkaföllum vegna loðnubrests og tvísýnnar stöðu flugrekstrar. Aðilar eru sammála um að nýta næstu daga og helgina til að ná samningum.“

Nánar verður fjallað um málið á vef SA eftir því sem málum vindur fram en umfjöllun fjölmiðla um tíðindi dagsins má nálgast hér að neðan.

Umfjöllun fjölmiðla:

Nýta næstu daga til að ná samningum – mbl.is

Verkföllum aflýst – fréttir RÚV

Verkföllum aflýst – fréttir Stöðvar 2

Verkföllum VR og Eflingar aflýst – frétt vb.is

Verkfallsaðgerðum á morgun og hinn aflýst – frétt Fréttablaðsins

Farið að sjá til sólar - mbl.is

 

 

 

 

 

Samtök atvinnulífsins