Vinnumarkaður - 

01. mars 2023

Verkbanni frestað fram yfir atkvæðagreiðslu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Verkbanni frestað fram yfir atkvæðagreiðslu

Rétthafar greiða atkvæði hér

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, hefur lagt fram nýja miðlunartillögu í deilunni.

Atkvæðagreiðsla um tillöguna mun hefjast föstudaginn 3. mars klukkan 12:00 og ljúka miðvikudaginn 8. mars klukkan 10:00. Vegna atkvæðagreiðslunnar hefur öllum verkföllum og verkbönnum verið frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir, sem áætlað er að verði klukkan 10:20 þann 8. mars.

Boðuðu ótímabundnu verkbanni SA hefur því verið frestað til klukkan 16 fimmtudaginn 9. mars.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins:

„Miðlunartillagan fylgir þeirri línu sem mörkuð var í samningum við SGS félögin vítt og breitt um landið, auk samflots verslunar- og iðnaðarmanna. Þá verður tekið sérstaklega á stöðu afmarkaðs hóps Eflingarfélaga, en í grundvallaratriðum kveður miðlunartillaga þessi á um kjarasamning sambærilegan þeim samningum sem SA hefur þegar gert í yfirstandandi samningalotu.

Framundan eru stórar áskoranir. Verðbólgan er sameiginlegur vágestur okkar allra. Með atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu setts ríkissáttasemjara verður þeirri miklu óvissu sem ríkt hefur á almennum vinnumarkaði eytt og það ætti einungis að vera formsatriði að klára samninga á opinberum markaði. Ég trúi ekki öðru en að aðilar sem að þeim samningum koma finni til ábyrgðar sinnar. Línan sem mörkuð hefur verið er skýr og ég tel að þjóðin sé einhuga um að hana þurfi að verja.“

Með samningnum er vinnumarkaðurinn að leggjast á árar með öðrum örmum hagstjórnar við að ná niður verðbólgunni. Þannig verður samningurinn vonandi til þess að stytta tímann þar til Seðlabankinn getur farið að lækka vexti að nýju.

Miðlunartillaga ríkissáttasemjara.

Reiknivél á vefsíðu ríkissáttasemjara og sex ólík tungumál

Tengt frétt

Þetta þarft þú að vita um kjaradeiluna
Lesa meira

Samtök atvinnulífsins