Vinnumarkaður - 

06. mars 2023

Verkbann dæmt lögmætt

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Verkbann dæmt lögmætt

Dómur var kveðinn upp í Félagsdómi í dag í máli Alþýðusambands Íslands, fyrir hönd Eflingar, gegn Samtökum atvinnulífsins. SA var sýkn af kröfum ASÍ, fyrir hönd Eflingar, varðandi lögmæti verkbanns.

Dómurinn var afdráttarlaus varðandi heimild SA til að boða verkbann í vinnudeilu, en ASÍ, fyrir hönd Eflingar, hafði dregið þá heimild í efa. Þá staðfestir dómurinn að SA hafi verið heimilt að boða til almennrar leynilegrar atkvæðagreiðslu um boðun verkbanns, þar sem öll aðildarfyrirtæki gátu tekið þátt.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins:

„Það liggur fyrir að samhverfa er í vinnulöggjöfinni varðandi vinnustöðvanir og við byggðum okkar ákvarðanir á henni. Félagsdómur staðfesti í dag, líkt og við höfum allan tímann haldið fram, að SA hafa heimild til að boða verkbann, sem dregið var í efa af hálfu ASÍ. Að auki staðfesti dómurinn að sú ákvörðun stjórnar SA að bera tillögu um verkbann undir öll aðildarfyrirtækin hafi verið heimil samkvæmt lögum. Framtíðarheimildin er ótvíræð, það er gott að nú liggi sú niðurstaða fyrir af hálfu Félagsdóms.“

Dómur Félagsdóms í málinu.

Samtök atvinnulífsins