Efnahagsmál - 

01. júní 2001

„Verjum skattaforskotið með oddi og egg“

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

„Verjum skattaforskotið með oddi og egg“

Í erindi sínu fjallaði Turlough O'Sullivan, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á Írlandi (IBEC), um hina svokölluðu "írsku leið". Í kjölfar þjóðarsáttar á írskum vinnumarkaði, mikilla skattalækkana á fyrirtæki o.fl. hefur þjóðarframleiðsla vaxið um 8% á ári að meðaltali sl. áratug, erlendar skuldir helmingast sem hlutfall af landsframleiðslu og 9% fjárlagahalli breyst í um 3% fjárlagaafgang.

Í erindi sínu fjallaði Turlough O'Sullivan, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á Írlandi (IBEC), um hina svokölluðu "írsku leið". Í kjölfar þjóðarsáttar á írskum vinnumarkaði, mikilla skattalækkana á fyrirtæki o.fl. hefur þjóðarframleiðsla vaxið um 8% á ári að meðaltali sl. áratug, erlendar skuldir helmingast sem hlutfall af landsframleiðslu og 9% fjárlagahalli breyst í um 3% fjárlagaafgang.

"Okkur hefur tekist að sannfæra írsku þjóðina um að samkeppnisfærni einkageirans sé lykillinn að velgengni okkar. Sé einkageirinn samkeppnisfær greiðir hann skatta og gjöld til hins opinbera sem getur síðan miðlað því skattfé til starfsfólksins sem borgara í landinu sem kemur sér vel fyrir fyrirtækin því þannig helst framleiðslukostnaður lágur. Blanda hófsamra launagreiðslna og skatta er það lím sem haldið hefur kerfinu saman undanfarin mörg ár og ef ég á að koma með ein skilaboð hér í lokin hljóta þau að vera: Skattalækkun!" Sjá erindi O'Sullivan.

Samtök atvinnulífsins