Efnahagsmál - 

20. júní 2005

Verðbólgan næst minnst hérlendis innan EES

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Verðbólgan næst minnst hérlendis innan EES

Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum hækkaði um 0,2% frá apríl til maí sl. Á sama tíma lækkaði vísitalan fyrir Ísland um 0,3% frá fyrra mánuði. Frá maí 2004 til jafnlengdar árið 2005 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 1,9% að meðaltali í ríkjum EES en 0,5%, eða næst lægst, á Íslandi. Minnst var verðbólgan í Svíþjóð, 0,2%, en mest í Lettlandi, 6,5%. Sjá nánar á vef Hagstofunnar.

Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum hækkaði um 0,2% frá apríl til maí sl. Á sama tíma lækkaði vísitalan fyrir Ísland um 0,3% frá fyrra mánuði. Frá maí 2004 til jafnlengdar árið 2005 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 1,9% að meðaltali í ríkjum EES en 0,5%, eða næst lægst, á Íslandi. Minnst var verðbólgan í Svíþjóð, 0,2%, en mest í Lettlandi, 6,5%. Sjá nánar á vef Hagstofunnar.

Samtök atvinnulífsins