Efnahagsmál - 

13. Júní 2006

Verðbólgan: Ísland á leið úr úrvalsdeild í efnahagsmálum?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Verðbólgan: Ísland á leið úr úrvalsdeild í efnahagsmálum?

Verðbólgan mælist átta prósent í júní sem er hærra en búist hafði verið við. Í samtali við Fréttablaðið segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmda-stjóri SA, mælinguna gera það enn brýnna en ella að menn nái samkomulagi á vinnumarkaði. „Verðbólga af þessari stærðargráðu má ekki verða varanleg. Við erum þá hreinlega að stimpla okkur út úr úrvalsdeild þjóða í efnahagsmálum og hættum að vera í fremstu röð. Það er ekkert háþróað efnahagslíf með verðbólgu af þessari stærðargráðu,“ segir Hannes.

Verðbólgan mælist átta prósent í júní sem er hærra en búist hafði verið við. Í samtali við Fréttablaðið segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmda-stjóri SA, mælinguna gera það enn brýnna en ella að menn nái samkomulagi á vinnumarkaði. „Verðbólga af þessari stærðargráðu má ekki verða varanleg. Við erum þá hreinlega að stimpla okkur út úr úrvalsdeild þjóða í efnahagsmálum og hættum að vera í fremstu röð. Það er ekkert háþróað efnahagslíf með verðbólgu af þessari stærðargráðu,“ segir Hannes.

Samtök atvinnulífsins