Efnahagsmál - 

12. september 2002

Verðbólgan horfin, utan húsnæðis

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Verðbólgan horfin, utan húsnæðis

VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,52% á milli ágúst og september og var 222,9 stig miðað við verðlag í septemberbyrjun 2002. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 221,1 stig og hækkaði um 0,41% frá fyrra mánuði. Hún var 221,0 stig í janúar. Sumarútsölum er nú víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 4,5% (vísitöluáhrif 0,24%). Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,0% (0,15%) og markaðsverð á húsnæði um 1,5% (0,15%).

VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,52% á milli ágúst og september og var  222,9 stig miðað við verðlag í septemberbyrjun 2002. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 221,1 stig og hækkaði um 0,41% frá fyrra mánuði. Hún var 221,0 stig í janúar. Sumarútsölum er nú víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 4,5% (vísitöluáhrif 0,24%). Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,0% (0,15%) og markaðsverð á húsnæði um 1,5% (0,15%).

Mjög skuldahvetjandi íbúðalánakerfi
Í samtali við Morgunblaðið segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, helsta áhyggjuefnið varðandi þessa mælingu vera hækkanir á fasteignamarkaðnum. "Þrátt fyrir almennan samdrátt í eftirspurn heimilanna þá er mikill gangur á fasteignamarkaði, sem er þvert á þróun annarra efnahagsstærða. Þarna virðist sem íbúðalánakerfið sé að leika stórt hlutverk og þetta kerfi sem við búum við sé, bæði í gegnum ríkisábyrgð á húsbréfum og vaxtabætur, mjög skuldahvetjandi. Það virðist halda áfram að kynda undir verðhækkanir á fasteignum. Miðað við aðstæður hefði mátt búast við því að verðhækkanir á fasteignamarkaði hefðu stöðvast fyrir nokkuð löngu síðan. Að öðru leyti en þessu er verðbólgan horfin úr efnahagskerfinu sem sést á því að vísitalan án húsnæðis er sú sama og í ársbyrjun," segir Hannes.

Sjá nánar um vísitölu neysluverðs á heimasíðu Hagstofunnar.

Samtök atvinnulífsins