Efnahagsmál - 

13. nóvember 2001

Verðbólgan á niðurleið

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Verðbólgan á niðurleið

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að verðbólgan sé ótvírætt á niðurleið. "Hækkun síðastliðinna þriggja mánaða er með minnstu hækkunum sem verið hafa á árinu og sýnir minni verðbólgu á ársgrundvelli en verið hefur. Það eru einkum innfluttu liðirnir sem valda þessari hækkun. Það eru hins vegar lítil tíðindi í innlendri kostnaðarþróun og það hefur hægt mjög á verðþrýstingi af völdum hennar," segir Hannes. Hann bendir á að hækkun á vísitölu neysluverðs nú sé svipuð og á sama tíma í fyrra og yfirleitt séu litlar breytingar frá nóvember til desember. "Það má búast við að þessi kúfur sé í þann mund að hjaðna," segir Hannes.

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að verðbólgan sé ótvírætt á niðurleið. "Hækkun síðastliðinna þriggja mánaða er með minnstu hækkunum sem verið hafa á árinu og sýnir minni verðbólgu á ársgrundvelli en verið hefur. Það eru einkum innfluttu liðirnir sem valda þessari hækkun. Það eru hins vegar lítil tíðindi í innlendri kostnaðarþróun og það hefur hægt mjög á verðþrýstingi af völdum hennar," segir Hannes. Hann bendir á að hækkun á vísitölu neysluverðs nú sé svipuð og á sama tíma í fyrra og yfirleitt séu litlar breytingar frá nóvember til desember. "Það má búast við að þessi kúfur sé í þann mund að hjaðna," segir Hannes.

Samtök atvinnulífsins