Vinnumarkaður - 

05. Desember 2005

Vélstjórar í fullu starfi fá 26.000 króna eingreiðslu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vélstjórar í fullu starfi fá 26.000 króna eingreiðslu

Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samtök atvinnulífsins og Vélstjórafélag Íslands hafa gert með sér samkomulag um breytingar á kjarasamningum aðilanna. Samkvæmt samkomulaginu greiðist sérstök eingreiðsla kr. 26.000 til vélstjóra sem hafa verið í fullu starfi allt árið hjá sömu útgerð og eru í starfi síðustu viku í nóvember eða fyrstu viku desember. Vélstjórar sem ekki ná fullu starfsári fá greitt hlufallslega. Samkomulag þetta felur í sér sambærilegar greiðslur til vélstjóra innan VSFÍ og samið var um af forsendunefnd SA og ASÍ þann 15.nóvember. Samkomulagið er meðfylgjandi:

Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samtök atvinnulífsins og Vélstjórafélag Íslands hafa gert með sér samkomulag um breytingar á kjarasamningum aðilanna. Samkvæmt samkomulaginu greiðist sérstök eingreiðsla kr. 26.000 til vélstjóra sem hafa verið í fullu starfi allt árið hjá sömu útgerð og eru í starfi síðustu viku í nóvember eða fyrstu viku desember. Vélstjórar sem ekki ná fullu starfsári fá greitt hlufallslega. Samkomulag þetta felur í sér sambærilegar greiðslur til vélstjóra innan VSFÍ og samið var um af forsendunefnd SA og ASÍ þann 15.nóvember. Samkomulagið er meðfylgjandi:

Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök atvinnulífsins
annarsvegar og Vélstjórafélag Íslands hinsvegar,
gera með sér eftirfarandi samkomulag
vegna kjarasamnings aðila:


Eigi síðar en 15. desember 2005 greiðist sérstök eingreiðsla, kr. 26.000 til vélstjóra er hafa verið í fullu starfi allt árið hjá sömu útgerð og eru í starfi síðustu viku nóvember mánaðar eða fyrstu viku desember mánaðar. Vélstjórar sem ekki ná fullu starfsári, en uppfylla sömu skilyrði skulu fá greitt hlutfallslega.

Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 225 vinnudagar eða fleiri á tímabilinu frá 1.12.2004 til 30.11.2005. Vinnudagar teljast ráðningardagar að frádregnum 4,5 dögum á mánuði (vegna samningsbundinna helgar- og hafnarfría auk fría um sjómannadag, páska, jól og áramót), orlofi og öðrum frítúrum. Vélstjórar með færri vinnudaga en 225 skulu fá greitt hlutfallslega miðað við vinnudaga sína. Eingreiðsla þessi skal þó eigi vera lægri en kr. 4.500.

Fjarvera frá störfum vegna veikinda eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingarorlofs telst starfstími í þessu samhengi.  Við útreikning eingreiðslunnar skal ekki draga frá starfstíma í barnsburðarleyfi skv. gildandi lögum.

Orlof er innifalið í eingreiðslunni.

Samtök atvinnulífsins