Efnahagsmál - 

19. janúar 2006

Vel sóttir fundir SA með framhaldsskólanemum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vel sóttir fundir SA með framhaldsskólanemum

Ætlar þú að vinna úti? er yfirskrift fundaraðar Samtaka atvinnulífsins með útskriftarnemum framhaldsskóla. Fundaröðin hófst í Verkmenntaskólanum á Akureyri og í Iðnskólanum í Reykjavík, en framundan, að sinni, eru fundir í Menntaskólanum á Egilsstöðum (31. janúar), Menntaskólanum á Ísafirði (8. febrúar) og Verzlunarskólanum í Reykjavík (22. febrúar). Um tvö hundruð manns mættu á fyrstu fundina.

Ætlar þú að vinna úti? er yfirskrift fundaraðar Samtaka atvinnulífsins með útskriftarnemum framhaldsskóla. Fundaröðin hófst í Verkmenntaskólanum á Akureyri og í Iðnskólanum í Reykjavík, en framundan, að sinni, eru fundir í Menntaskólanum á Egilsstöðum (31. janúar), Menntaskólanum á Ísafirði (8. febrúar) og Verzlunarskólanum í Reykjavík (22. febrúar). Um tvö hundruð manns mættu á fyrstu fundina.

ISKR2

Með fundunum er ætlunin að vekja nemendur til umhugsunar um stöðu lands og þjóðar á tímum aukinnar alþjóðlegrar samkeppni og einnig að hvetja þau til umhugsunar um eigin framtíð og mikilvægi þess að nýta þau tækifæri sem standa þeim til boða á sviði menntunar og atvinnu. Ísland hefur verið að koma vel út í ýmsum alþjóðlegum samanburði undanfarin ár, t.d. mælst hátt í samanburði á samkeppnishæfni, þá er hagvöxtur hér mikill og atvinnuleysi lítið. Þennan árangur vilja SA varðveita en til þess þarf stöðugt að vera á verði. Fulltrúar SA munu á fundunum jafnframt hlusta á sjónarmið framhaldsskólanema, sjá og heyra hvaða augum þeir líta framtíðina sem mögulegt innlegg í stefnumótunarvinnu Samtaka atvinnulífsins.

ISKR1

Fjörugar umræður spunnust í VMA og Iðnskólanum, t.d. um menntakerfið, skattkerfið, einkarekstur í heilbrigðisþjónustu og íslenskan vinnumarkað svo fátt eitt sé nefnt. Staða íslensks iðnaðar kom til tals og þær áskoranir sem hann stendur frammi fyrir en einnig var rætt um mikilvægi þess að íslensk fyrirtæki einbeittu sér að því að hanna verðmætar vörur sem væru eftirsóttar á alþjóðlegum mörkuðum ásamt því að veita verðmæta þjónustu.

VMA3

Þunglamalegur evrópskur vinnumarkaður vakti athygli, en atvinnuleysi meðal ungs fólks, undir 25 ára er allt að 20% í Evrópu og því oft erfitt fyrir ungt fólk að fóta sig á vinnumarkaðnum að loknu námi. Þá vakti framtíðarspá um framþróun hagkerfa heimsins eftirtekt, en á næstu 40 árum er því spáð að efnahagur Kína, Indlands, Rússlands og Brasilíu til samans muni verða stærri en efnahagur Bandaríkjanna, Þýskalands, Japan, Bretlands, Ítalíu og Frakklands til samans - ef heldur fram sem horfir. Stóra spurningin er hins vegar þessi: Hvar verður Ísland í þeirri heimsmynd"text-align: center">VMA6

Samtök atvinnulífsins