Efnahagsmál - 

19. maí 2003

Veikindarétturinn bundinn í lög

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Veikindarétturinn bundinn í lög

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Morgunblaðið að SA hafi oft velt fyrir sér hugmyndum um aukin réttindi í langtímaveikindum á kostnað skammtímaréttinda, og segir hugmyndir Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR, allrar athygli verðar. "En rétturinn til launa í veikinda- og slysaforföllum er bundinn í lög og það er ekki á valdi okkar samningsaðilanna að breyta því," segir Ari. "Þess utan má einnig velta fyrir sér að hvaða marki það geti talist líklegt að fyrsti veikinda-dagurinn næðist í reynd fram sem kostnaðarlækkun hjá atvinnulífinu. Það er að minnsta kosti ólíklegt að það myndi skila sér að fullu til kostnaðarlækkunar."

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Morgunblaðið að SA hafi oft velt fyrir sér hugmyndum um aukin réttindi í langtímaveikindum á kostnað skammtímaréttinda, og segir hugmyndir Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR, allrar athygli verðar. "En rétturinn til launa í veikinda- og slysaforföllum er bundinn í lög og það er ekki á valdi okkar samningsaðilanna að breyta því," segir Ari. "Þess utan má einnig velta fyrir sér að hvaða marki það geti talist líklegt að fyrsti veikinda-dagurinn næðist í reynd fram sem kostnaðarlækkun hjá atvinnulífinu. Það er að minnsta kosti ólíklegt að það myndi skila sér að fullu til kostnaðarlækkunar."

Heppilegt að menn setji af stað starf í haust
Ari segir miklum tilviljunum háð hvar kostnaður vegna langtímaveikinda kemur niður og það geti að mörgu leyti verið eðlilegra að hafa fyrstu tvær vikurnar hjá vinnuveitanda en einhvers konar samtryggingu um það sem umfram er. Hann segist telja heppilegt, með hliðsjón af komandi samningum, ef samningsaðilar gætu sett af stað eitthvert starf á sínum vegum með haustinu til þess að skoða þessa hluti sem séu flóknir og lengri tíma taki að átta sig á og ná samkomulagi um ef þeir eigi að geta legið fyrir til ákvörðunartöku um og upp úr áramótum. "Mér finnst jákvætt útspil hjá Gunnari að opna á umræðu um þessi mál. Ég tel það einnig vera nauðsynlegt að skoða hvernig þeir fjármunir geti best nýst sem nú renna til sjúkrasjóðanna en ég hef miklar efasemdir um að nýtt fyrirkomulag verði grundvallað á núverandi sjúkrasjóðakerfi. Það þarfnast endurskoðunar að mínu mati, algerlega óháð öllu öðru."

Samtök atvinnulífsins