Efnahagsmál - 

12. desember 2011

Veikar undirstöður hagvaxtar ræddar á Sprengisandi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Veikar undirstöður hagvaxtar ræddar á Sprengisandi

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sunnudaginn 11. desember. Þar sagði hann m.a. að nýjar tölur Hagstofunnar um 3,7% hagvöxt á fyrstu 9 mánuðum ársins ekki gefa vísbendingar um að viðsnúningur til hins betra hafi orðið í atvinnulífinu. Hagvöxturinn skýrist af aukinni einkaneyslu vegna tímabundinna ástæðna og aukinnar makrílveiði sem hafi reynst þjóðarbúinu mikilvæg búbót.

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sunnudaginn 11. desember. Þar sagði hann m.a. að nýjar tölur Hagstofunnar um 3,7% hagvöxt á fyrstu 9 mánuðum ársins ekki gefa vísbendingar um að viðsnúningur til hins betra hafi orðið í atvinnulífinu. Hagvöxturinn skýrist af aukinni einkaneyslu vegna tímabundinna ástæðna og aukinnar makrílveiði sem hafi reynst þjóðarbúinu mikilvæg búbót.

Hannes bendir á að störfum fjölgi nánast ekki neitt, mikill flótti fólks sé frá landinu og fáar vísbendingar um að umtalsverðar fjárfestingar í atvinnulífinu séu framundan. Hagvöxturinn hvíli því á veikum grunni, en auka þurfi verðmætaframleiðslu atvinnulífsins, skapa ný störf og efla rekstur starfandi fyrirtækja með arðbærum fjárfestingum.

Hannes rifjaði í þættinum upp yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands sem gefin var út í tengslum við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði 5. maí 2011 en þar segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að hlutfall fjárfestinga í lok samningstímans muni nema um 20% af landsframleiðslu eða 350 milljörðum á ári. Mjög mikið vantar upp á að því markmiði verði náð en Ísland er sú þjóð í Evrópu sem ver minnstu í fjárfestingar ásamt Írum, eða um 13% af landsframleiðslu sem nemur um 200 milljörðum á ári.

Í fyrrnefndri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að stjórnvöld vilji greiða fyrir aukinni fjárfestingu á sem flestum sviðum, einkanlega þeim sem stuðla að auknum útflutningstekjum. Hannes segir ljóst að verulega hafi skort á eftirfylgni af hálfu stjórnvalda til að fylgja eftir eigin yfirlýsingum.

Hannes segir fögnuð stjórnvalda um kærkominn hagvöxt og viðsnúning í efnahagslífinu tilefnislausa bjartsýni, ekki síst ef tekið er mið af núverandi aðstæðum á okkar helstu markaðssvæðum.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA

Tengt efni:

Hagvöxtur í boði makrílsins

Yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands tengd kjarasamningum 5. maí 2011

Samtök atvinnulífsins