Efnahagsmál - 

06. Desember 2007

Veiðigjald verði fellt niður

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Veiðigjald verði fellt niður

Stjórn Samtaka atvinnulífsins lýsir eindregnum stuðningi við það sjónarmið Landssambands íslenskra útvegsmanna að fella að fullu niður veiðigjald á sjávarútveginn. Mjög illa horfir með afkomu sjávarútvegsins og því eru engin rök fyrir sérstakri skattlagningu á þá atvinnugrein umfram aðrar. Samtök atvinnulífsins hvetja ríkisstjórn og Alþingi til þess að breyta fyrirliggjandi frumvarpi um niðurfellingu veiðigjalds að hluta til þannig að gengið verði alla leið og að sjávarútvegurinn losni alfarið við þetta sérstaka gjald.

Stjórn Samtaka atvinnulífsins lýsir eindregnum stuðningi við það sjónarmið Landssambands íslenskra útvegsmanna að fella að fullu niður veiðigjald á sjávarútveginn. Mjög illa horfir með afkomu sjávarútvegsins og því eru engin rök fyrir sérstakri skattlagningu á þá atvinnugrein umfram aðrar. Samtök atvinnulífsins hvetja ríkisstjórn og Alþingi til þess að breyta fyrirliggjandi frumvarpi um niðurfellingu veiðigjalds að hluta til þannig að gengið verði alla leið og að sjávarútvegurinn losni alfarið við þetta sérstaka gjald.

Samtök atvinnulífsins