Vefsvæði hins gullna jafnvægis

Opnað hefur verið vefsvæði hins gullna jafnvægis, sem ætlað er öllum þeim sem starfs síns vegna geta stuðlað að bættu starfsumhverfi, auknum sveigjanleika og samhæfingu vinnu og einkalífs á íslenskum vinnumarkaði s.s. starfsmannastjórum, jafnréttisráðgjöfum og stjórnendum með mannaforráð. Samtök atvinnulífsins eru meðal hollvina verkefnisins og á heimasíðunni er m.a. að finna áherslur SA í jafnréttismálum.