Efnahagsmál - 

14. nóvember 2012

Vaxtahækkun Seðlabankans skaðleg og veldur vonbrigðum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vaxtahækkun Seðlabankans skaðleg og veldur vonbrigðum

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, um að hækka vexti um 0,25 prósentustig, valda miklum vonbrigðum og sé það síðasta sem atvinnulífið hafi þurft á að halda. Vextir eru nú sex prósent.

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, um að hækka vexti um 0,25 prósentustig, valda miklum vonbrigðum og sé það síðasta sem atvinnulífið hafi þurft á að halda. Vextir eru nú sex prósent.

Hannes segir í samtali við fréttastofu RÚV að bankinn hefði frekar átt að hinkra og sjá hvað setur. Hann segir mikla erfiðleikar á helstu viðskiptasvæðum Íslands, afurðaverð hafi lækkað og allt útlit sé fyrir erfiðan vetur. "Ég hefði frekar viljað sjá bankann halda vöxtum óbreyttum fremur en að vera spá í það hvort hér gæti glæðst hagvöxtur eftir einhver misseri," segir Hannes.

Þá segir hann atvinnulífið vera mjög skuldsett og glíma við mikinn fjármagnskostnað sem dragi úr framkvæmdavilja. Lánsfjáreftirspurn fyrirtækja sé hverfandi en lánsfjárframboð mikið. Vaxtahækkun auki því enn á vanda skuldsettra fyrirtækja og auki ójafnvægið á fjármagnsmarkaðnum.

Tengt efni:

Yfirlýsing peningastefnunefndar 14. nóvember 2012

Samtök atvinnulífsins