Efnahagsmál - 

28. Oktober 2008

Vaxtahækkun Seðlabanka áfall

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vaxtahækkun Seðlabanka áfall

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir í samtali við mbl.is þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 6% vera mikið áfall. "Ég er mjög óhress með þetta. Við áttum von á einhverri hækkun í kjölfar þess sem fram kom varðandi aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins en þetta er mun meiri hækkun en við höfðum reiknað með," segir hann.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir í samtali við mbl.is þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 6% vera mikið áfall. "Ég er mjög óhress með þetta. Við áttum von á einhverri hækkun í kjölfar þess sem fram kom varðandi aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins en þetta er mun meiri hækkun en við höfðum reiknað með," segir hann.

Í frétt mbl.is segir ennfremur:

"Ég tel að þetta verði mjög skaðlegt fyrir íslenskt atvinnulíf. Þar sem aðgangur að erlendu fjármagni er takmarkaður hafa atvinnurekendur hér þurft að treysta á innlenda fjármögnun í auknu mæli að undanförnu. Þetta gerir því allt mun erfiðara," sagði Vilhjálmur er blaðamaður mbl.is ræddi við hann í dag.

"Það sem skiptir mestu máli núna er að fá í gegn þær erlendu lánveitingar, sem unnið er að, þannig að hægt verði að koma með þá peninga inn í landið. Það er forsenda þess að gengið geti farið að hækka. Það sem okkur vantar núna er trú á að krónan geti hækkað. Það er það sem okkur vantar en ekki vaxtahækkun."

Í Fréttablaðinu segir Vilhjálmur:  "Þessi stýrivaxtahækkun er eins og útfararsálmur í fyrirhugaðri jarðarför íslensku krónunnar." Háir vextir hafi þegar íþyngt fyrirtækjum verulega og hver vika sem líði með svo háum vöxtum þýði fjölda gjaldþrota og uppsagna þar sem fyrirtæki geti ekki rekið sig með lánum á svo háum vöxtum.

Í Morgunblaðinu segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA að hækkun stýrivaxta auki á þjáningar atvinnulífsins. "Eins og staðan er nú búa fyrirtækin við mjög erfiðar aðstæður, þau eru að reyna að draga úr kostnaði og eiga fyrir brýnustu útgjöldum. Þetta gengur þvert á viðleitni fyrirtækja að draga úr þeim breytilega kostnaði sem völ er á." Stóra viðfangsefnið framundan sé að koma styrkum stoðum undir krónuna og byggja upp öflugan gjaldeyrisforða með þeim lántökum sem fyrirhugaðar eru.

Ítarlega hefur verið fjallað um stýrivaxtahækkunina í fjölmiðlum, hér að neðan má nálgast hluta hennar:

Umfjöllun Fréttablaðsins

Hádegisfréttir RÚV

Hádegisfréttir Stöðvar 2

Ísland í dag: Rætt við Vilhjálm Egilsson og Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ

Samtök atvinnulífsins