Efnahagsmál - 

06. ágúst 2005

Vaxtabótakerfið engin heilög kýr

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vaxtabótakerfið engin heilög kýr

"Ég held að það hljóti að koma til álita að endurskoða þetta kerfi [vaxtabótakerfið]. Það má ekki vera nein heilög kýr," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Morgunblaðið, en formaður þingflokks Sjálstæðis-flokksins hefur lagt til að kerfið verði afnumið. Ari telur þau skilaboð sem felast í fyrirkomulagi vaxtabóta varasöm, þ.e. stuðningur við íbúðarkaup sé háður skuldsetningu. "Fólk er hvatt til þess að skulda sem mest. Ég held að það sé nú kannski ekki það sem við þurfum á Íslandi. Ég tel að uppeldismarkmið lagasetningar á þessu sviði ættu að vera alveg þveröfug," segir Ari en undirstrikar að SA séu ekki með þessu að leggja til að horfið sé frá stuðningi við þá sem höllustum fæti standa á íbúðamarkaði. Heldur sé verið að taka undir það að menn geti velt fyrir sér hvernig eigi að standa að því. "Það má alveg færa rök fyrir því að þetta vaxtabótakerfi sé óskilvirk aðferð við að aðstoða þá sem þurfa á því að halda," segir Ari og bætir því við að skuldsetning sé afar óheppileg.

"Ég held að það hljóti að koma til álita að endurskoða þetta kerfi [vaxtabótakerfið]. Það má ekki vera nein heilög kýr," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Morgunblaðið, en formaður þingflokks Sjálstæðis-flokksins hefur lagt til að kerfið verði afnumið. Ari telur þau skilaboð sem felast í fyrirkomulagi vaxtabóta varasöm, þ.e. stuðningur við íbúðarkaup sé háður skuldsetningu. "Fólk er hvatt til þess að skulda sem mest. Ég held að það sé nú kannski ekki það sem við þurfum á Íslandi. Ég tel að uppeldismarkmið lagasetningar á þessu sviði ættu að vera alveg þveröfug," segir Ari en undirstrikar að SA séu ekki með þessu að leggja til að horfið sé frá stuðningi við þá sem höllustum fæti standa á íbúðamarkaði. Heldur sé verið að taka undir það að menn geti velt fyrir sér hvernig eigi að standa að því. "Það má alveg færa rök fyrir því að þetta vaxtabótakerfi sé óskilvirk aðferð við að aðstoða þá sem þurfa á því að halda," segir Ari og bætir því við að skuldsetning sé afar óheppileg.

Samtök atvinnulífsins