Efnahagsmál - 

11. maí 2006

Vaxandi verðbólga alvarlegt áhyggjuefni

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vaxandi verðbólga alvarlegt áhyggjuefni

"Vaxandi verðbólga sem endurspeglast í verðbólgumælingu Hagstofunnar er alvarlegt áhyggjuefni," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttavefinn Mbl.is. "Með hliðsjón af veikingu krónunnar undanfarna mánuði og mikilli hækkun eldsneytis á heimsmarkaði, var að vísu búist við mikilli hækkun vísitölu neysluverðs að þessu sinni. Hækkunin er þó meiri en flestir höfðu vænst. Má rekja þetta til þess, að vegna mikillar kaupmáttaraukningar og eftirspurnarþrýstings tekur markaðurinn við verðhækkunum og koma gengisbreytingar því tiltölulega hratt fram í hækkun verðlags," að sögn Hannesar.

"Vaxandi verðbólga sem endurspeglast í verðbólgumælingu Hagstofunnar er alvarlegt áhyggjuefni," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttavefinn Mbl.is. "Með hliðsjón af veikingu krónunnar undanfarna mánuði og mikilli hækkun eldsneytis á heimsmarkaði, var að vísu búist við mikilli hækkun vísitölu neysluverðs að þessu sinni. Hækkunin er þó meiri en flestir höfðu vænst. Má rekja þetta til þess, að vegna mikillar kaupmáttaraukningar og eftirspurnarþrýstings tekur markaðurinn við verðhækkunum og koma gengisbreytingar því tiltölulega hratt fram í hækkun verðlags," að sögn Hannesar.

Segir hann að vísbendingar séu um að dregið hafi úr umsvifum á fasteignamarkaði og að markaðurinn sé að nálgast jafnvægi. Þá dragi nú úr lánveitingum til íbúðakaupa. "Haldi þessi þróun áfram mun hækkun fasteignaverðs væntanlega stöðvast síðar á árinu og draga úr verðbólgu. Gengi krónunnar hefur hækkað á ný á undanförnum dögum og er nú svipað og það var fyrir mánuði síðan. Meginástæðan er væntanlega sú, að erlendir fjárfestar eru á ný farnir að sækja í hina háu vexti sem bjóðast hér á landi. Í ljósi þess er vandséð að frekari vaxtahækkanir Seðlabankans þjóni tilgangi sínum þar sem farvegur vaxtahækkana hans hefur nær eingöngu verið í gegnum gengi krónunnar.

Hækkandi verðbólguvæntingar eru engu að síður mikið áhyggjuefni með hliðsjón af efnahagslegum stöðugleika, enda stuðla þær í sjálfu sér að vaxandi verðbólgu. Útgjöld og útgjaldaáform í þjóðfélaginu eru meiri en samræmist stöðugu verðlagi. Við þessar aðstæður er mikilvægast að allir sem tengjast hagstjórn taki höndum saman um að draga úr verðbólgu. Þetta á við um ríkisstjórn og sveitarstjórnir, sem þurfa að endurmeta mikil framkvæmdaáform sín.

Þá er það mikilvægasta verkefni aðila vinnumarkaðarins að vinna sameiginlega að því að ná verðbólgu á ný að verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Eftir mikla kaupmáttaraukningu að undanförnu myndu frekari launahækkanir aðeins virka sem olía á verðbólgubálið. Það er óásættanlegt fyrir okkur sem þjóð og myndi aðeins leiða til lífskjaraskerðingar til lengri tíma, víxlverkun launahækkana og verðbólga hefst á nýtt og hærra stig og við festumst í margfalt hærri verðbólgu en í viðskiptalöndunum," að sögn Hannesar.

Samtök atvinnulífsins