Fréttir - 

24. september 2001

Vaxandi stuðningur Dana við evruna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vaxandi stuðningur Dana við evruna

Í fyrsta sinn frá því Danir höfnuðu aðild að Myntbandalagi ESB fyrir um ári síðan mælast þeir nú í meirihluta sem vilja að Danmörk gerist þar aðili og taki upp evruna. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun í Danmörku myndu 48% aðspurðra greiða atkvæði með aðild Danmerkur að Myntbandalaginu ef kosið yrði í dag, en 46% á móti. Reikna má með að stuðningur við evruna fari vaxandi í Danmörku þegar hún verður orðin að hlutlægum veruleika eftir áramót, að sögn Karstens Skjalm, sérfræðings í Evrópumálum hjá dönsku utanríkismálastofnuninni.

Í fyrsta sinn frá því Danir höfnuðu aðild að Myntbandalagi ESB fyrir um ári síðan mælast þeir nú í meirihluta sem vilja að Danmörk gerist þar aðili og taki upp evruna. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun í Danmörku myndu 48% aðspurðra greiða atkvæði með aðild Danmerkur að Myntbandalaginu ef kosið yrði í dag, en 46% á móti. Reikna má með að stuðningur við evruna fari vaxandi í Danmörku þegar hún verður orðin að hlutlægum veruleika eftir áramót, að sögn Karstens Skjalm, sérfræðings í Evrópumálum hjá dönsku utanríkismálastofnuninni.


Sjá heimasíðu sænsku samtaka atvinnulífsins.

Samtök atvinnulífsins