Efnahagsmál - 

02. janúar 2003

Vaxandi hlutur samneyslunnar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vaxandi hlutur samneyslunnar

Hagvöxtur var neikvæður á þriðja ársfjórðungi 2002 um sem nemur 1,6% samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Meginástæða samdráttarins var hrap í fjárfestingum sem drógust saman um 22,9% frá sama fjórðungi síðasta árs. Samdráttur í einkaneyslu virðist hins vegar hafa stöðvast eftir minnkandi einkaneyslu í fimm ársfjórðunga í röð. Athygli vekur talsverð aukning samneyslu, eða sem nemur 6,5%. Þessi mikla aukning samhliða minni vermætasköpun þýðir að hlutdeild hins opinbera hefur vaxið mikið á árinu. Hlutur samneyslunnar, þ.e. opinbers rekstrar, í efnahagslífinu hefur aukist mikið undanfarin ár og nær hann nýju hámarki samkvæmt nýjustu tölum sem sýna rúmlega 25% hlutdeild samneyslunnar.

Hagvöxtur var neikvæður á þriðja ársfjórðungi 2002 um sem nemur 1,6% samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Meginástæða samdráttarins var hrap í fjárfestingum sem drógust saman um 22,9% frá sama fjórðungi síðasta árs. Samdráttur í einkaneyslu virðist hins vegar hafa stöðvast eftir minnkandi einkaneyslu í fimm ársfjórðunga í röð.  Athygli vekur talsverð aukning samneyslu, eða sem nemur 6,5%. Þessi mikla aukning samhliða minni vermætasköpun þýðir að hlutdeild hins opinbera hefur vaxið mikið á árinu. Hlutur samneyslunnar, þ.e. opinbers rekstrar, í efnahagslífinu hefur aukist mikið undanfarin ár og nær hann nýju hámarki samkvæmt nýjustu tölum sem sýna rúmlega 25% hlutdeild samneyslunnar.


 

Heimild: Hagstofa Íslands

Samtök atvinnulífsins