Efnahagsmál - 

06. Júlí 2006

Vaxandi heilbrigðisútgjöld ógna fjárhag OECD ríkja

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vaxandi heilbrigðisútgjöld ógna fjárhag OECD ríkja

Útgjöld til heilbrigðismála vaxa stöðugt í ríkjum OECD og ef heldur fram sem horfir þurfa ríkin að hækka skatta, skera niður útgjöld til annarra málaflokka eða auka kostnaðarþátttöku sjúklinga til að viðhalda heilbrigðisþjónustunni. Þetta er mat OECD og kemur fram í nýju gagnasafni OECD um heilbrigðismál fyrir árið 2006 (OECD Health Data 2006). Þar kemur fram að útgjöld til heilbrigðismála hafi á árunum 1990-2004 vaxið umfram verga landsframleiðslu í öllum ríkjum OECD nema Finnlandi.

Útgjöld til heilbrigðismála vaxa stöðugt í ríkjum OECD og ef heldur fram sem horfir þurfa ríkin að hækka skatta, skera niður útgjöld til annarra málaflokka eða auka kostnaðarþátttöku sjúklinga til að viðhalda heilbrigðisþjónustunni. Þetta er mat OECD og kemur fram í nýju gagnasafni OECD um heilbrigðismál fyrir árið 2006 (OECD Health Data 2006). Þar kemur fram að útgjöld til heilbrigðismála hafi á árunum 1990-2004 vaxið umfram verga landsframleiðslu í öllum ríkjum OECD nema Finnlandi.

 

Hefðu getað sparað fyrir nýju sjúkrahúsi

Útgjöld til heilbrigðismála í löndum OECD námu að meðaltali 7% af vergri landsframleiðslu árið 1990 en 2004 var meðaltalið komið í 8,9%. Árið 1990 námu útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi 8% af  vergri landsframleiðslu en árið 2004 var hlutfallið komið í 10,2%. Ef stjórnvöldum hefði tekist að halda útgjöldum til heilbrigðismála í skefjum og hlutfall þeirra af landsframleiðslu hefði verið það sama og árið 1990 hefðu Íslendingar getað sparað sér 22 milljarða króna árið 2004. Til samanburðar má nefna að kostnaður við fyrsta áfanga nýs hátæknisjúkrahúss er áætlaður 18 milljarðar króna.

 

Eyðsluklóin Ísland

Ísland er meðal þeirra landa innan OECD þar sem hlutfallsleg aukning útgjalda til heilbrigðismála er hvað mest miðað við landsframleiðslu, en það er vafasamur heiður og er hætta á að útgjaldaaukingin muni draga úr hagvexti á Íslandi í framtíðinni ef ekkert verður að gert.

 

Sjá nánar á vef OECD.

 

Samtök atvinnulífsins