Efnahagsmál - 

06. janúar 2015

Vaxandi hagkerfi og aukin sprengigleði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vaxandi hagkerfi og aukin sprengigleði

Íslendingar fögnuðu nýju ári að vanda með hávaða og látum og litríkum flugeldum sem lýstu upp himininn. Flutt voru til landsins 502 tonn af flugeldum á árinu skv. lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og því af nægu að taka en í kvöld munu margir halda sprengingum áfram á þrettánda og síðasta degi jóla. 502 tonn af flugeldum samsvar 1,5 kílóum á hvern Íslending en það er lítið magn m.v. við það sem flutt hefur verið inn frá upphafi þessarar aldar.

Íslendingar fögnuðu nýju ári að vanda með hávaða og látum og litríkum flugeldum sem lýstu upp himininn. Flutt voru til landsins 502 tonn af flugeldum á árinu skv. lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og því af nægu að taka en í kvöld munu margir halda sprengingum áfram á þrettánda og síðasta degi jóla. 502 tonn af flugeldum samsvar 1,5 kílóum á hvern Íslending en það er lítið magn m.v. við það sem flutt hefur verið inn frá upphafi þessarar aldar.

undefined

Engan skyldi undra að mest var flutt inn af flugeldum árið 2006 og 2007, ríflega tvöfalt það magn sem flutt var inn árið 2014. Sprengigleði landsmanna, vilji þeirra til að eyða háum fjárhæðum í stundargleði, hefur mikla fylgni við almenna efnahagsþróun. Því meiri hagvöxtur, þeim mun meiri sprengingar.

En hvað segja þessi áramót okkur um ástandið á íslenskum flugeldamarkaði og hagkerfið? 1,5 kíló af flugeldum á mann er nokkuð undir meðaltali þessarar aldar en um leið töluvert meira en þekktist fyrir 1999. Jafnvel eftir bankahrun féll innflutningur flugelda aldrei niður í slíkar lægðir. Landsmenn virðast því hafa komist á bragðið og eru tregir til að spara flugeldaskotin enda jókst innflutningur flugelda á ný um leið og hagvöxtur tók við sér árið 2009.

Þrátt fyrir að síðustu tvö ár hafi flugeldainnflutningur verið minni en árin á undan er engin ástæða fyrir Íslendinga að örvænta og hlaupa út á næstu sölustaði flugelda til að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Auknar sprengingar skila ekki auknum hagvexti en aukinn hagvöxtur skilar auknum sprengingum, litríkara lífi og hagur björgunarsveitanna vænkast. 

Samtök atvinnulífsins