Vinnumarkaður - 

04. Janúar 2019

Vaxandi atvinnuleysi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vaxandi atvinnuleysi

Tölur Hagstofunnar sem birtust í dag sýna að atvinnuleysi er orðið umtalsvert á íslenskan mælikvarða. Samkvæmt Hagstofunni voru 5.900 manns án atvinnu í nóvember síðastliðnum og hafði fjölgað um 2.400 frá sama mánuði árið 2017. Atvinnuleysi sem hlutfall af vinnuafli í landinu var 2,9% samanborið við 1,8% í sama mánuði árið áður. Hagstofan byggir niðurstöður sínar um fjölda atvinnulausra og atvinnuleysi á úrtakskönnunum.

Tölur Hagstofunnar sem birtust í dag sýna að atvinnuleysi er orðið umtalsvert á íslenskan mælikvarða. Samkvæmt Hagstofunni voru 5.900 manns án atvinnu í nóvember síðastliðnum og hafði fjölgað um 2.400 frá sama mánuði árið 2017. Atvinnuleysi sem hlutfall af vinnuafli í landinu var 2,9% samanborið við 1,8% í sama mánuði árið áður. Hagstofan byggir niðurstöður sínar um fjölda atvinnulausra og atvinnuleysi á úrtakskönnunum.

Tölur Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi sýna einnig mikla fjölgun atvinnulausra. Fjöldi þeirra sem voru skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun í lok nóvember síðastliðnum var tæplega 5.100 og fjölgaði um tæplega 1.000 manns frá sama mánuði árið áður. Skráð atvinnuleysi nam 2,5% af vinnuaflinu í lok nóvember sl. en var 2,1% í nóvember 2017.

Eðlilegt er að mismunur sé á þessum tveimur mælingum á atvinnuleysi. Þeir sem skrá sig atvinnulausa hjá Vinnumálastofnun gera það í þeim tilgangi að sækja um atvinnuleysisbætur en í könnun Hagstofunnar eru auk þeirra einstaklingar sem eru á milli starfa eða hafa ekki áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta.

Samtök atvinnulífsins