Efnahagsmál - 

02. Mars 2006

Varað við íþyngjandi ákvæðum í frumvörpum til hlutafélagalaga

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Varað við íþyngjandi ákvæðum í frumvörpum til hlutafélagalaga

Í umsögn um frumvörp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög, 444. og 445. mál þingsins, leggja SA áherslu á að fara verði varlega þegar gera á breytingar á lögum sem snerta skipulag og starfsemi fyrirtækja. Ísland verði að vera samkeppnishæft í fyrirtækjalöggjöf og bjóða upp á eðlilegar og sanngjarnar reglur. Hafa verði í huga að hlutafélög geti á grundvelli stofnsetningarréttar Evrpópusambandsins skráð heimili sitt í landi þar sem reglusetningu er stillt í hóf en verið með aðalstarfsemi sína í öðru landi. Félög geti einnig sameinast yfir landamæri og ákveðið skráningu félagsins eftir því sem hagkvæmast þykir m.t.t. hlutafélagalöggjafar. Það gæti því verið skaðlegt ef á Íslandi verða samþykktar reglur sem eru óþarflega íþyngjandi fyrir viðskiptalífið og ekki eiga sér almenna fyrirmynd í löndum ESB. Um þessar reglur er m.a. fjallað í viðtali við prófessor Søren Friis Hansen í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag, 2. mars.

Í umsögn um frumvörp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög, 444. og 445. mál þingsins, leggja SA áherslu á að fara verði varlega þegar gera á breytingar á lögum sem snerta skipulag og starfsemi fyrirtækja. Ísland verði að vera samkeppnishæft í fyrirtækjalöggjöf og bjóða upp á eðlilegar og sanngjarnar reglur. Hafa verði í huga að hlutafélög geti á grundvelli stofnsetningarréttar Evrpópusambandsins skráð heimili sitt í landi þar sem reglusetningu er stillt í hóf en verið með aðalstarfsemi sína í öðru landi. Félög geti einnig sameinast yfir landamæri og ákveðið skráningu félagsins eftir því sem hagkvæmast þykir m.t.t. hlutafélagalöggjafar. Það gæti því verið skaðlegt ef á Íslandi verða samþykktar reglur sem eru óþarflega íþyngjandi fyrir viðskiptalífið og ekki eiga sér almenna fyrirmynd í löndum ESB. Um þessar reglur er m.a. fjallað í viðtali við prófessor Søren Friis Hansen í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag, 2. mars.

Órökstuddar tillögur

Í frumvörpunum er enginn greinarmunur gerður á félögum sem skráð eru í kauphöll og öðrum félögum. Reglur um starfskjarastefnu, framboðsfresti til stjórnarkjörs, upplýsingagjöf, fundarboð vegna hluthafafunda o.fl. eiga skv. frumvörpunum að ná til flestra hlutafélaga og fjölmargra einkahlutafélaga sem fara yfir tilgreind mörk ársreikningalaga hvað varðar eignir, rekstrartekjur eða fjölda ársverka. SA gagnrýna þessar tillögur og tengingu við ársreikningalög enda hefur enginn haldbær rökstuðningur verið færður fyrir þeim.

Leiðbeiningar viðskiptalífsins

Samtök atvinnulífsins minna á í umsögn sinni að þau hafi ásamt Kauphöll Íslands og Viðskiptaráði Íslands gefið út leiðbeiningar til fyrirtækja um stjórnarhætti fyrirtækja þar sem tekið er á þeim þáttum sem máli skipta varðandi stjórnarhætti og verður ekki séð að nauðsynlegt sé fyrir löggjafann að grípa þar inn í. Frá 1. janúar 2005 bar skráðum félögum í Kauphöll Íslands að fylgja leiðbeiningunum eða skýra ella frá frávikum. Það væri eðlilegt, og í anda áherslu á "einfaldara Ísland", að gefa viðskiptalífinu lengri tíma til að sýna fram á að því sé treystandi fyrir reglusetningu á þessu sviði.

Sjá umsögn SA um frumvörpin.

Samtök atvinnulífsins