Fréttir - 

07. Apríl 2005

Varað við brögðum í tafli

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Varað við brögðum í tafli

Nokkuð hefur borið á því að íslenskum fyrirtækjum hafi borist erindi frá sænska fyrirtækinu Nordisk Industri þar sem óskað er skriflegrar staðfestingar á faxi með upplýsingum um símanúmer, heimilisfang og þess háttar. Bíti fyrirtæki á agnið berast þeim í kjölfarið reikningar frá sænska fyrirtækinu fyrir birtingar á auglýsingum eða á upplýsingum í gagnabönkum, með vísan í smátt letur á umræddu faxi. Samkvæmt heimildum Samtaka atvinnulífsins hafa sölumenn sænska fyrirtækisins gjarnan þann háttinn á að senda erindin beint á tiltekna starfsmenn og fylgja þeim eftir með ítrekuðum símtölum, en fái þeir ekki umbeðna staðfestingu beina þeir sama erindi á aðra starfsmenn í sama fyrirtæki. Nokkur dæmi munu vera um að íslensk fyrirtæki hafi bitið á agnið.

Nokkuð hefur borið á því að íslenskum fyrirtækjum hafi borist erindi frá sænska fyrirtækinu Nordisk Industri þar sem óskað er skriflegrar staðfestingar á faxi með upplýsingum um símanúmer, heimilisfang og þess háttar. Bíti fyrirtæki á agnið berast þeim í kjölfarið reikningar frá sænska fyrirtækinu fyrir birtingar á auglýsingum eða á upplýsingum í gagnabönkum, með vísan í smátt letur á umræddu faxi. Samkvæmt heimildum Samtaka atvinnulífsins hafa sölumenn sænska fyrirtækisins gjarnan þann háttinn á að senda erindin beint á tiltekna starfsmenn og fylgja þeim eftir með ítrekuðum símtölum, en fái þeir ekki umbeðna staðfestingu beina þeir sama erindi á aðra starfsmenn í sama fyrirtæki. Nokkur dæmi munu vera um að íslensk fyrirtæki hafi bitið á agnið.

Fleiri fyrirtæki

Samkvæmt upplýsingum SA frá sænskum atvinnulífssamtökum hafa fleiri fyrirtæki stundað ámóta starfsemi og Nordisk Industri, m.a. Nordisk Affärer og Euro Trade Forum, en talið er að sömu aðilar standi jafnvel á bak við öll fyrirtækin. SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu hafa áður varað við sambæri-legum starfsháttum fyrirtækisins European City Guide.

Aðvörun, fyrirtæki hafi samband við SA

Ástæða er til að vara íslensk fyrirtæki við umræddum aðilum. Berist fyrirtækjum reikningar vegna slíkra meintra samninga um auglýsingabirtingar eða birtingar á upplýsingum í gagnabönkum eru þau hvött til að borga þá ekki en koma þeim áleiðis til Samtaka atvinnulífsins.

Samtök atvinnulífsins