Vanskil aukast að óbreyttu

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að vanskil nú séu ekki mikil í sögulegu samhengi. Hins vegar blasi við að þau fari vaxandi. "Það er ljóst að ef þetta ástand varir áfram, með háum vöxtum og lokuðum fjármagnsmarkaði gagnvart útlöndum, er ekki við öðru að búast en að vanskilin fari hraðvaxandi og við sjáum heldur dekkri tölur næst." Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman og birt tölur um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum miðað við lok júní 2008 og samanburð við næstu ársfjórðunga á undan.

Yfirlitið sýnir að hlutfall heildarvanskila af útlánum í lok 2. ársfjórðungs 2008 er 1,1% samanborið við 0,5% í lok 1. ársfjórðungs 2008. Vanskilahlutfallið er þannig tvöfalt hærra en það var í lok síðasta ársfjórðungs en þá hafði hlutfallið hækkað lítillega eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki í árslok 2007.

Sjá nánar á vef Fjármálaeftirlitsins