Efnahagsmál - 

13. Janúar 2012

Vanefndir á fyrirheitum ríkisstjórnarinnar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vanefndir á fyrirheitum ríkisstjórnarinnar

Samtök atvinnulífsins sendu forsætisráðherra bréf í vikunni þar sem farið var yfir efndir ríkisstjórnarinnar á þeim fyrirheitum sem tilgreind eru í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í maí 2011. Athugun SA leiddi í ljós að ríkisstjórnin á eftir að efna 2/3 þess sem tilgreint er í yfirlýsingunni.

Samtök atvinnulífsins sendu forsætisráðherra bréf í vikunni þar sem farið var yfir  efndir ríkisstjórnarinnar á þeim fyrirheitum sem tilgreind eru í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í maí 2011. Athugun SA leiddi í ljós að ríkisstjórnin á eftir að efna 2/3 þess sem tilgreint er í yfirlýsingunni.

Skömmu síðar barst yfirlýsing frá stjórnvöldum sem líta málið öðrum augum og telja aðeins eitt mál ekki hafa gengið eftir, rúmlega helmingi mála sé lokið og afgangurinn í vinnslu. SA hafa nú tekið saman yfirlit þar sem mismunandi afstaða aðila kemur skýrt fram.

Þrátt fyrir álit ríkisstjórnarinnar á eigin verkum blasa vanefndir hennar við. Hún getur ekki breytt gangi mála eftir á.  Fyrirheit ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana hafa því miður hvergi nærri gengið eftir sem skyldi.

Sjá nánar:

Yfirlit SA - smelltu til að sækja (PDF)

Samtök atvinnulífsins