Efnahagsmál - 

12. mars 2009

Vanda þarf breytingar á tekjuskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vanda þarf breytingar á tekjuskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda (þingmál 366). Samtök atvinnulífsins telja ýmis atriði frumvarpsins vera til bóta og geta stuðlað að bættri skattframkvæmd og betra samræmi við það sem gerist í nálægum ríkjum. Tillögurnar eru hins vegar umfangsmiklar og flóknar og geta í mörgum tilvikum haft afgerandi áhrif á samkeppnishæfni fjármálafyrirtækja og hvernig tekst til við endurreisn fjármálamarkaðarins. Á þá hlið málsins er ekki varpað ljósi í greinargerð frumvarpsins.

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda (þingmál 366). Samtök atvinnulífsins telja ýmis atriði frumvarpsins vera til bóta og geta stuðlað að bættri skattframkvæmd og betra samræmi við það sem gerist í nálægum ríkjum. Tillögurnar eru hins vegar umfangsmiklar og flóknar og geta í mörgum tilvikum haft afgerandi áhrif á samkeppnishæfni fjármálafyrirtækja og hvernig tekst til við endurreisn fjármálamarkaðarins. Á þá hlið málsins er ekki varpað ljósi í greinargerð frumvarpsins.

Samtökin benda á að frumvarpið er lagt fram á Alþingi án þess að farið hafi fram sá undirbúningur og samráð sem mælt er fyrir um í leiðbeiningum um undirbúning og gerð stjórnarfrumvarpa sem forsætisráðuneytið hefur gefið út og umsagnaraðilum gefinn afar skammur umsagnarfrestur.

Lögfesting þessa frumvarps þolir augljóslega bið þar sem veigamestu ákvæði frumvarpsins eiga að taka gildi frá næstu áramótum og því er lagt til að meira samráð verði haft við sérfræðinga í atvinnulífinu og kostir og gallar þeirra breytinga sem mælt er fyrir um í frumvarpinu verði metnar og aðrar hugsanlegar leiðir að þeim markmiðum sem stefnt er að verði skoðaðar.

Jafnframt er lagt til að löggjafinn beini því til stjórnvalda að gerð verði úttekt á löggjöf nálægra ríkja í framangreindum málum og kostir og gallar ýmissa ákvæða vegnir og  metnir. Í þeirri vinnu þarf að vega saman markmið um að endurheimta traust, rannsóknarhagsmuni skattyfirvalda og uppbyggingu samkeppnishæfs fjármálakerfis.

Í umsögninni leggja Samtök atvinnulífsins áherslu á að eftirfarandi atriði verði tekin til nánari umfjöllunar:

  • Skattlagning vaxtatekna sem greiddar eru úr landi

  • Niðurfelling skulda teljist ekki skattskyldar tekjur

  • Skattlagning vegna erlends eignarhalds á lágskattasvæðum

  • Upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja til skattyfirvalda

  • Upplýsingar frá móðurfélagi um viðskipti dótturfélags við skattskylda aðila á Íslandi og skrá yfir viðskiptavini aðila sem stunda alþjóðlega skattaráðgjöf

Sjá nánar í umsögn SA 12. mars 2009

Samtök atvinnulífsins