Valkostir í umhverfisvottun á Íslandi

Hreinn ávinningur: Hvaða valkostir eru í boði í umhverfisvottun á Íslandi? er heitið á nýju kynningarriti þar sem er að finna yfirlit yfir þær umhverfisvottanir sem íslensk fyrirtæki hafa aðgang að og byggja á óháðri úttekt þriðja aðila. Ýmist er um að ræða vottun á vöru, þjónustu eða stjórnun, en yfirleitt eru þó ekki skörp skil þar á milli. Ritið er gefið út í tengslum við ráðstefnuna, „Hreinn ávinningur – Hvað er að græða á umhverfisstarfi fyrirtækja?” Útgefendur eru Samtök atvinnulífsins, Umhverfisfræðsluráð, Alþýðusamband Íslands og Samtök iðnaðarins.  Sjá kynningarritið