Fréttir - 

02. desember 2014

Val á stjórnarmönnum á tímum kynjakvóta

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Val á stjórnarmönnum á tímum kynjakvóta

Rúmt ár er liðið frá innleiðingu laga um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Af því tilefni fer fram morgunverðarfundur fimmtudaginn 4. desember á Grand Hótel Reykjavík kl. 8.30-10, þar sem spurt verður um áhrifin af setningu laganna. Samtök atvinnulífsins eru meðal þeirra sem standa að fundinum.Leitað verður svara við þessum spurningum og fleiri:

Rúmt ár er liðið frá innleiðingu laga um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Af því tilefni fer fram morgunverðarfundur fimmtudaginn 4. desember á Grand Hótel Reykjavík kl. 8.30-10, þar sem spurt verður um áhrifin af setningu laganna. Samtök atvinnulífsins eru meðal þeirra sem standa að fundinum.

Leitað verður svara við þessum spurningum og fleiri:

Hafa stjórnarhættir breyst? Er umræða á stjórnarfundum með öðrum hætti?

Hvað með samvinnu, umræðu um ólík sjónarhorn og ákvörðunartöku á stjórnarfundum?

Hvernig voru konur valdar í stjórnir í kjölfar innleiðingu laganna?

Hvernig voru þeir valdir sem þurftu að víkja úr stjórnum?

Hvað skiptir mestu við val á nýjum stjórnarmanni?

Hvað hafa Norðmenn lært af innleiðingu kynjakvóta laga?

Hver er árangur og þróun kynjakvótalaga á alþjóðlegum vettvangi?

Þátttökugjald er kr. 1.700 og er morgunverðarhlaðborð innifalið. Skráning fer fram á skraning@hr.is. Dagskrá fundarins er hér að neðan en hana má einnig nálgast hér.


Á fundinum mun dr. Auður Arna Arnardóttir, Háskólanum í Reykjavík kynna niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Þá mun prófessor Morten Huse frá BI, viðskiptaháskólanum í Osló, ræða um framtíð kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og greina frá þróun mála á alþjóðlegum vettvangi. Morten er einn er einn helsti fræðimaður heims í dag á sviði stjórnarhátta fyrirtækja og kynjakvóta.

Að lokum fara fram umræður þar sem eftirfarandi taka þátt.

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður stjórnar Já.is, í stjórn Icelandair Group, Ölgerðarinnar og Advania.

Hjörleifur Pálsson, formaður stjórnar HR og stjórnar Capacent, í stjórn Fjarskipta (Vodafone), Framtakssjóðs Íslands, Herberia og í fjárfestingaráði Akurs fjárfestinga

Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.

Fundarstjóri er Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við HR.                                                                                                                    

Samtök atvinnulífsins