Samkeppnishæfni - 

07. Júlí 2010

Útstreymi gróðurhúsalofttegunda við fiskveiðar dregst enn saman

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Útstreymi gróðurhúsalofttegunda við fiskveiðar dregst enn saman

Á árunum 1990 til 2008 dró úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda við fiskveiðar hér á landi um 21%. Útstreymið varð mest árið 1996 um 800 þúsund tonn en var aðeins 517 þúsund tonn árið 2008 og hafði þannig minnkað um þriðjung frá því mest var. Enn meira hefur dregið úr útstreymi frá fiskimjölsverksmiðjum. Ekki er vafi á að aflamarkskerfið á sinn þátt í þessari þróun en það hefur ýtt undir fækkun fiskiskipa, hagræðingu og tæknivæðingu í greininni. Hvati til olíusparnaðar er einnig mikill.

Á árunum 1990 til 2008 dró úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda við fiskveiðar hér á landi um 21%. Útstreymið varð mest árið 1996 um 800 þúsund tonn en var aðeins 517 þúsund tonn árið 2008 og hafði þannig minnkað um þriðjung frá því mest var. Enn meira hefur dregið úr útstreymi frá fiskimjölsverksmiðjum. Ekki er vafi á að aflamarkskerfið á sinn þátt í þessari þróun en það hefur ýtt undir fækkun fiskiskipa, hagræðingu og tæknivæðingu í greininni. Hvati til olíusparnaðar er einnig mikill.

Útstreymi CO2 við fiskveiðar

Tölurnar eru fengnar úr skýrslu Umhverfisstofnunar um útstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á landi 2008 sem nýlega var skilað til skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

Sjá nánar:

Skýrsla Umhverfisstofnunar (PDF)

Samtök atvinnulífsins