Efnahagsmál - 

11. október 2005

Útilokað að fiskvinnslan taki á sig aukinn launakostnað

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Útilokað að fiskvinnslan taki á sig aukinn launakostnað

„Útilokað er að fiskvinnslan taki á sig aukinn launakostnað um næstu áramót sem orsakast af þensluástandi undanfarinna mánaða, á sama tíma og þrengt er að rekstri fyrirtækjanna,” segir í ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldinn var þann 7. október. Aðalfundur SF lýsti yfir furðu sinni á aðgerðum í efnahags- og peningamálum sem leitt hafi til gengishækkunar krónunnar og grafið um leið undan rekstri útflutningsfyrirtækja í landinu. Fundurinn benti á að á síðustu 12 mánuðum hafi gengi krónunnar hækkað um 15% gagnvart erlendum gjaldmiðlum og muni það að óbreyttu geta haft í för með sér 18 milljarða króna samdrátt í útflutningsverðmætum sjávarafurða á einu ári. Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja við þessar aðstæður sé óviðunandi. Sjá nánar vef SF.

„Útilokað er að fiskvinnslan taki á sig aukinn launakostnað um næstu áramót sem orsakast af þensluástandi undanfarinna mánaða, á sama tíma og þrengt er að rekstri fyrirtækjanna,” segir í ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldinn var þann 7. október. Aðalfundur SF lýsti yfir furðu sinni á aðgerðum í efnahags- og peningamálum sem leitt hafi til gengishækkunar krónunnar og grafið um leið undan rekstri útflutningsfyrirtækja í landinu. Fundurinn benti á að á síðustu 12 mánuðum hafi gengi krónunnar hækkað um 15% gagnvart erlendum gjaldmiðlum og muni það að óbreyttu geta haft í för með sér 18 milljarða króna samdrátt í útflutningsverðmætum sjávarafurða á einu ári. Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja við þessar aðstæður sé óviðunandi. Sjá nánar vef SF.

Samtök atvinnulífsins