Úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála fagnað

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að kaup Odda hf. á Steindórsprenti-Gutenberg ehf. standist samkeppnislög og hefur nefndin úrskurðað að ákvörðun samkeppnisráðs frá 15. desember 2000 skuli felld úr gildi, en ráðið hafði úrskurðað að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til markaðsráðandi stöðu á þeim mörkuðum sem fyrirtækin starfa á. Samtök atvinnulífsins fagna úrskurði áfrýjunarnefndarinnar. Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur á heimasíðu samkeppnisstofnunar, en honum eru gerð skil á fréttavef Morgunblaðsins.