Efnahagsmál - 

09. ágúst 2006

Úrskurðað gegn sérstöku gjaldi Heilbrigðiseftirlits Austurlands

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Úrskurðað gegn sérstöku gjaldi Heilbrigðiseftirlits Austurlands

Í lok síðasta árs birtist á vef Samtaka atvinnulífsins pistill um nýja gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Í pistlinum var sérstaklega gagnrýnt að "tímabundin starfsemi tengd stóriðju og virkjunum" skyldi eiga að greiða 30% hærra tímagjald en þeir sem stunda það sem eftirlitið kallar hefðbundna starfsemi. Bent var á að þessi gjaldtaka væri alveg fordæmalaus og sambærileg ákvæði væri ekki að finna í gjaldskrám annarra heilbrigðiseftirlita. Þá var á það bent að gjaldið svaraði til þess að kostnaður við dagvinnu eins heilbrigðisfulltrúa, þar sem með væri talinn kostnaður við yfirstjórn, húsnæði og fleira, væru tæplega 1,5 milljón krónur á mánuði.

Í lok síðasta árs birtist á vef Samtaka atvinnulífsins pistill um nýja gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Í pistlinum var sérstaklega gagnrýnt að "tímabundin starfsemi tengd stóriðju og virkjunum" skyldi eiga að greiða 30% hærra tímagjald en þeir sem stunda það sem eftirlitið kallar hefðbundna starfsemi. Bent var á að þessi gjaldtaka væri alveg fordæmalaus og sambærileg ákvæði væri ekki að finna í gjaldskrám annarra heilbrigðiseftirlita. Þá var á það bent að gjaldið svaraði til þess að kostnaður við dagvinnu eins heilbrigðisfulltrúa, þar sem með væri talinn kostnaður við yfirstjórn, húsnæði og fleira, væru tæplega 1,5 milljón krónur á mánuði.

Stenst ekki jafnræðisreglu

Nú hefur úrskurðarnefnd sem starfar samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir (nr. 7/1998) fellt þann úrskurð að hærra tímagjald fyrir eftirlit með "tímabundinni starfsemi tengdri stóriðju og virkjunum" en öðrum atvinnurekstri standist ekki jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Nefndin vísar hins vegar frá kröfu um að ógilda gjaldskrána og kröfu um endurgreiðslu á ofteknum gjöldum þar sem það sé ekki á valdsviði nefndarinnar. Úrskurðinn í heild má lesa hér.

Samtök atvinnulífsins